is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43480

Titill: 
  • Nauðungarsölur : álitamál í framkvæmd í tengslum við nauðungarsölur
  • Titill er á ensku Foreclosures : practical issues related to foreclosures
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um nauðungarsölur með sérstöku tilliti til álitamála í framkvæmd er tengjast þeim. Þau hugtök sem helst koma fram ásamt því að vera frekar útskýrð eru t.a.m. andlag, gerðarþoli, gerðarbeiðandi, krafa og veð. Sú aðferð sem nýtt var við ritgerðina er hin lögfræðilega aðferð, þ.e. að greina þær réttarheimildir sem við eiga hverju sinni. Um nauðungarsölur gilda samnefnd lög nr. 90/1991 sem skiptast í fimm þætti. Í byrjun ritgerðar er fjallað almennt um nauðungarsölur, því næst um þær heimildir til að krefjast nauðungarsölu sem er að finna í nauðungarsölulögunum. Fjallað er um framkvæmd og feril nauðungarsölu, frá því að nauðungarsölubeiðni er móttekin hjá sýslumanni þangað til boð er samþykkt í eignina ásamt ýmsu sem kemur til álita þess á milli. Að lokum er fjallað um það þegar gefið er út afsal fyrir eign sem seld hefur verið á nauðungarsölu ásamt þeim kærufresti sem tiltekinn er í lögum um nauðungarsölu. Í lok ritgerðar eru álitamálin og dómarnir teknir saman í heildarniðurstöðu ásamt því að fara yfir það sem betur má fara með tilliti til dómaframkvæmdar. Höfundur ritgerðarinnar telur ljóst að það þurfi að vanda vel til verka við undirbúning og framkvæmd nauðungarsölu, passa að farið sé eftir skýrum ákvæðum nauðungarsölulaganna ásamt því að hafa góðan ramma utan um þá vinnu sem hefst þegar nauðungarsölubeiðni er móttekin og þangað til ferli hennar lýkur.

  • Útdráttur er á ensku

    In this essay, foreclosures are discussed with special regard to practical issues related to them. The terms related to foreclosures that appear in the essay which will be further explained are e.g. object, mortgagor, petitioner, demand and lien. The legal method was used in the essay, i.e., to analyze the legal source each time. In the beginning of the essay there's a general discussion about foreclosures, then the source requiring the foreclosures, which is found at the abovementioned law. The implementation and process of a foreclosure is reviewed, from the time that the petition for a foreclosure is received by The District Commissioner until the offer is accepted for the property, along with various matters that may arise in between. Finally, it will be discussed when a deed is issued for the property which has been sold at a foreclosure as well as the appeal period specified in the foreclosure law. At the end, the issues and judgments are summarized in an overall conclusion, together with an overview of what can be improved regarding case law. The author of the essay clearly believes that it is necessary to put in a lot of effort into the preparation and implementation of foreclosures, to guarantee that the execution of foreclosures is followed by the law and proper procedures. It is also necessary to have a good framework for the work that begins when a petition for a foreclosure is received and until its completion.

Samþykkt: 
  • 31.3.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43480


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GuðnýÞorsteinsdóttir_BS_lokaverk.pdf389.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkefnið má afrita í einu eintaki til einkanota án sérstaks leyfis höfundar