is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43481

Titill: 
  • Milliliðalaus sönnunarfærsla í einkamálum fyrir Landsrétti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er til umfjöllunar milliliðalaus sönnunarfærsla í einkamálum fyrir Landsrétti. Milliliðalaus sönnunarfærsla er meginregla í íslensku réttarfari, sem mælir fyrir um að dómari kynni sér sönnunargögn málsins af eigin raun. Þann 2. janúar 2018 tók til starfa nýtt millidómstig á Íslandi, sem nefnist Landsréttur og gegnir hann einkum hlutverki áfrýjunardómstóls. Á meðal helstu forsendna fyrir stofnuninni var að tryggja milliliðalausa sönnunarfærslu undir rekstri mála fyrir æðri dómstóli, en farið hafði verið á svig við þá meginreglu undir rekstri áfrýjunarmála fyrir Hæstarétti. Til þess að varpa ljósi á efni ritgerðarinnar eru teknar til umfjöllunar viðkomandi meginreglur einkamálaréttarfars og helstu atriði sem gilda um sönnun í einkamálum, ásamt framkvæmd milliliðalausrar sönnunarfærslu í einkamálum fyrir Landsrétti.

  • Útdráttur er á ensku

    In this essay we will discuss the direct assessment of evidence in civil cases before the National Court (i. Landsréttur). The direct assessment of evidence is a principle in Icelandic law of procedure and states that the judge must directly assess the case evidence himself. On the 2nd of January 2018 a new court of appeal was established in Iceland, called the National Court. One of the main reasons for establishing the new court was to ensure the direct assessment of evidence in cases appealed to higher courts, but the principle was not enforced in appeal cases before the Supreme Court (i. Hæstiréttur). To explain the topic of discussion, we will examine the appropriate principles in civil procedure and the main points regarding proof in civil cases, along with the execution of the direct assessment of evidence in civil cases before the National Court.

Samþykkt: 
  • 31.3.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43481


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PeturBirgisson_BS_Lokaverk.pdf481.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkefnið má afrita í einu eintaki til einkanota án sérstaks leyfis höfundar