is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43484

Titill: 
 • Réttarstaða brotaþola sem hefur formlega stöðu aðila máls í sakamáli
 • Titill er á ensku The legal status of a victim who has the formal status of a party in a criminal case
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessu lokaverkefni verður skoðað hvort/hvernig hægt sé að breyta eða bæta réttarstöðu
  brotaþola kynferðisbrota hér á landi. Farið verður yfir það hvernig réttarstaða brotaþola
  er samkvæmt núgildandi lögum og hvaða breytingar hafa verið lagðar fram með
  frumvarpi til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008 og lögum
  um fullnustu refsinga (bætt réttarstaða brotaþola, fatlaðs fólks og aðstandenda). Svo
  hægt sé að átta sig betur á réttarstöðu brotaþola hér á landi verður farið yfir réttarstöðu
  brotaþola í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Komist var að þeirri niðurstöðu
  að ekki eigi að veita brotaþola hér á landi formlega stöðu aðila máls að svo stöddu. Svo
  hægt sé að gera það þarf að gera miklar breytingar á lagakerfinu öllu ekki eingöngu
  lögum um meðferð sakamál nr. 88/2008. Þessar breytingar sem lagðar voru fram með
  frumvarpinu sem nefnt var hér að ofan eru þó skref í rétta átt.

Samþykkt: 
 • 31.3.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43484


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rakel_Eva_Guðmundsdóttir_BS_ritgerð_lagadeild.pdf374.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna