Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43488
Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka hvort Growth Hacking aðferð gagnadrifinnar markaðssetningar sé vænleg til árangurs við markaðssetningu veitingastaða.
Þessi markaðsaðferð hefur gefið góða raun fyrir stórfyrirtæki á borð við Amazon og Facebook og samkvæmt bókum Growth Hacking sérfræðinga er hægt að nota þessa aðferð á hvaða fyrirtæki sem er (Ellis & Brown, 2017). Growth Hacking er blanda af skapandi markaðssetningu (e. marketing techniques), gagnagreiningu (e. data analysis ) og kóðun (e. coding) með vöxt fyrirtækisins sem aðal markmiðið (Ellis & Brown, 2017).
Rannsóknin var eigindleg og tekin voru viðtöl við fjóra aðila tengda veitingastöðum og tvo starfandi Growth Hackers. Spurningalistarnir voru því tveir í tilfelli þessarar rannsóknar, hannaðir af rannsakenda, annar ætlaður viðmælendum veitingastaða og hinn Growth Hackers. Niðurstöður viðtala voru síðan þemagreind.
Samkvæmt niðurstöðum er svarið við rannsóknarspurningunni játandi, þ.e. rannsakandi telur að Growth Hacking aðferðin sé vænleg til árangurs en tekur jafnframt fram að til þess að fara af stað í þannig markaðsaðgerðir, þarf fyrst að liggja fyrir að varan/þjónustan sé tilbúin til markaðssetningar (e. product market fit).
Í öðru lagi komst rannsakandi að því að ánægja viðskiptavina og ummæli um veitingastaðina á netmiðlum spilar stóran þátt í því hvaða staði neytendur velja sér.
Lykilorð: Gögn, gagnadrifin markaðsetning, Growth Hacking, ánægja viðskiptavina, veitingastaðir.
The main purpose of this research was to find out if the Growth Hacking method of data-driven marketing is promising for the success of restaurant marketing.
This marketing method has worked well for large companies such as Amazon or Facebook and according to Growth Hacking experts, this method can be used in any company (Ellis & Brown, 2017). Growth Hacking is a combination of creative marketing, data analysis and coding, with the growth of the company as the main goal (Ellis & Brown, 2017).
The research was qualitative, and interviews were conducted with four people associated with restaurants and two active Growth Hackers. There were two questionnaires in the case of this study, designed by the researchers, one intended for restaurant interviewees and the other for Growth Hackers. The results of the interviews were then analysed thematically.
According to the results, the answer to the research question is affirmative, i.e., the researcher believes that the Growth Hacking method is promising for success. Furthermore, demonstrating the importance of an established product/service (product market fit) in order to embark on such marketing activities.
In addition, the researcher found that customer satisfaction and reviews about the restaurants on online platforms, play a major role in which places consumers choose to dine.
Keywords: data, data-driven marketing, Growth Hacking, customer satisfaction, restaurants.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
AsdisStefaniaJonsdottir_BS_lokaverk.pdf | 992,91 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |