is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43490

Titill: 
 • Verslun án landamæra
 • Titill er á ensku A store without borders
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða þróun netverslunar á Íslandi í samanburði við þróun netverslunar erlendis. Einnig vildu skýrsluhöfundar kanna hvort og hvernig stjórnendur netverslana sjái fyrir sér að netverslun þeirra á Íslandi muni þróast í framtíðinni og hvort þeir sjái fram á að íslenskar netverslanir hafi haldið í við þróun erlendra netverslana. Þá er leitast við að fá svar við spurningunni hvort nauðsynlegt sé fyrir fyrirtæki að starfrækja netverslun samhliða venjulegri verslun til að tryggja rekstur sinn til framtíðar. Að lokum var skoðað hvort neytendur nýti netverslanir til annars en til beinna kaupa.
  Með þessu vildu skýrsluhöfundar skoða sérstaklega hvernig íslensk netverslun hefur með vaxandi tækniþróun og öðrum áhrifaþáttum öðlast þann sess í huga neytenda sem raun er.
  Beitt var eigindlegri rannsóknaraðferð í formi viðtala. Tekin voru viðtöl við fimm stjórnendur fyrirtækja sem starfrækja netverslun samhliða venjulegri verslun.
  Sjá má á niðurstöðum rannsóknarinnar að stjórnendur fyrirtækja skilja þarfir og óskir sinna neytenda og markaðarins vel. Mikil framför og þróun hefur átt sér stað í heiminum þegar kemur að stafrænni tækni og hafa netverslanir verið duglegar að nýta sér það til að missa ekki af lestinni. Markaðurinn er að þróast í þá átt að venjuleg verslun þarf helst að vera með netverslun því annars er fyrirtækið ekki að nýta sér þá kosti og framþróun sem þarf til að ná til neytenda og nýrra viðskiptavina. Hér áður fyrr voru það erlendar netverslanir sem höfðu yfirhöndina hjá íslenskum neytendum en netverslanir á Íslandi hafa snúið vörn í sókn og versla íslenskir neytendur nú heldur við innlendar netverslanir. Því má segja að þróun íslenskra netverslana sé í takt við þær erlendu.
  Lykilorð: Netverslun, stafrænt ákvörðunarferli, stafræn markaðssetning, rafræn viðskipti, áhrifavaldar.

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of this essay is to check the development of online shopping in Iceland compared to the development of foreign online stores. The authors also wanted to check if and how online store managers see how their store will develop in the future and if Icelandic online stores have kept up with the development of other foreign online stores. It will be looked for the answer to the question if it is necessary for a company to have an online store alongside a normal store to make sure that the future of the management is secure. Lastly it was checked if consumers used online shopping for other features than for purchasing from the store directly.
  With this info the authors wanted to see how Icelandic online shopping has used developing technology and other factors to bring interest to the consumer.
  A qualitative research method was used in the form of interviews. Five managers from stores that also have a normal store were interviewed.
  In the results of this research, it shows that managers of companies understand the needs and wishes of their consumers as well as how the market works. The world has come far and has developed well when it comes to digital technology, online stores have used this evolution to keep up with the rest of the world. The market is developing in a way that stores must have an online store because if they don’t then the company isn’t using the pros and evolution that needs to get to their consumers and new customers. Before, there were only foreign online stores that had the upper hand on Icelandic consumers but online stores in Iceland have turned the tables and now Icelandic consumers rather shop with Icelandic online stores. It can be said that the development of Icelandic online stores is up to date with the foreign stores.
  Key Words: Online Store, digital decision process, digital marketing, ecommerce, influencers.

Samþykkt: 
 • 31.3.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43490


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BerglindJonsdottirogGudbjorgOlafsdottir_BS_lokaverk.pdf894.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án sérstaks leyfis höfunda