Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43493
Erfitt getur verið fyrir tónlistarfólk að taka sín fyrstu skref í markaðssetningu á tónlistarveitunni Spotify og við að koma efni sínu á framfæri með skilvirkri leið. Spotify hefur að geyma yfir 80 milljónir laga frá rúmlega 8 milljón mismunandi tónlistarmönnum. Tónlistarbransinn hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu áratugum og því þarf stöðugt að leita nýrra leiða til að standa upp úr fjöldanum. Aldrei hefur samt verið eins auðvelt fyrir tónlistarfólk að koma sér á framfæri með tilkomu tónlistarveita en að sama skapi erfiðara því fjöldi tónlistarfólks sem gefur út tónlist er ennþá meiri en áður. Greint er frá því í rannsókninni hvernig reiknirit tónlistarveitunnar virkar og hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að komast inn á reikniritslagalista sem Spotify býr til. Reiknirit Spotify stýrir því hvernig tónlist er kynnt til notenda á tónlistarveitunni og eru ýmsar leiðir í boði frá þriðju aðilum til þess að auka hlustun og sýnileika á Spotify. Einnig eru auglýsingar á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram að reynast tónlistarfólki vel til að ná til nýrra hlustenda. Niðurstaða úr greiningu rannsóknarinnar bendir til þess að tónlistarveitan Spotify sé almennt skilvirkur vettvangur fyrir tónlistarfólk og ákveðin hlustun fáist á Spotify sem tónlistarfólk annars fengi ekki nema út frá virkni og sýnileika tónlistarveitunnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
EggertIngiJóhannesson_BS_lokaverk.pdf | 1,7 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |