is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43495

Titill: 
  • Hvert er hlutverk fasteignasala í nútíma samfélagi?
  • Titill er á ensku What is the role of real estate agents in modern society?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni var hlutverk fasteignasala í nútíma samfélagi skoðað með hliðsjón af tækniþróun. Rannsókn þessi skilgreinist sem blönduð, þar sem nýttar eru bæði eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir. Eigindlega rannsóknin var á formi hálfstaðlaðra viðtala við fasteignasala og leiðbeinendur í námi til löggildingar fasteignasala. Megindlega rannsóknin var á formi spurningakönnunar sem lögð var fyrir almenning. Rannsóknarspurningin sem leitast var eftir að svara var: Hvert er hlutverk fasteignasala í nútíma samfélagi: hefur virði fasteignasala þróast í takt við tækniþróun?
    Litið var til þess fræðilega bakgrunns sem tekur til þátta er snúa að viðfangsefni rannsóknarinnar. Má þar finna umfjöllun um fasteignamarkaðinn á Íslandi og þróun undanfarinna ára, hlutverk fasteignasala og breytingar á því, nám til löggildingar fasteignasala, stafræna markaðssetningu, stafræna umbreytingu, neytendahegðun og loks Blue Ocean aðferðafræðina.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að hlutverk fasteignasala hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og þá sér í lagi með setningu núverandi laga um fasteignasölu. Hlutverkið er margþætt og er sýn sérfræðinga og almennings á því ekki að öllu leyti sú sama. Hlutverkið snýr þó að miklu leyti að því að framfylgja þeim skyldum sem fram koma í núverandi lögum. Þó eru mikilvægir þættir í hlutverki fasteignasala sem ekki eru nefndir í lögunum, þrátt fyrir að vera að öllum líkindum jafn mikilvægir og lagalegu skyldurnar. Á heildina litið virðast fasteignasalar ekki ná að nýta tæknina að eins miklu leyti og kröfur segja til um. Þættir eins og rafrænar undirskriftir, rafræn gögn, fjölbreyttari leiðir til að sýna og selja eignir eru mikilvægir í huga neytenda en að miklu leyti ónýttir af hálfu fasteignasala. Af því má draga þá ályktun að virði hlutverks fasteignasala hafi ekki þróast í takt við tækniþróun síðustu ára.

  • Útdráttur er á ensku

    In this thesis, the role of real estate agents was examined in consideration to technological developments in recent years. A research, which is categorized as mixed method, was conducted where both qualitative and quantitative research methods were used. Semi-structured interviews were taken with real estate agents and experts in the field and a questionnaire was submitted to the public. The research question put forward was: What is the role of real estate agents in modern society: has the value of real estate agents evolved in line with technological developments?
    The theoretical background that includes aspects related to the subject of the research was taken into account. It included discussions about the real estate market in Iceland and its development in the past years, the role of real estate agents and possible changes, studies for the certification of real estate agents, digital marketing, digital transformation, consumer behavior and finally the Blue Ocean strategy.
    The key findings are that the role of real estate agents has changed quite drastically in recent years, mainly due to the enactment of the current law on real estate. Their role is multi-faceted, and expert and public views on it are not entirely the same. However, the role is largely related to enforcing the obligations stated in the current law. However, there are important aspects to their role that are not mentioned in the law, despite being arguably as important as the legal obligations. Overall, real estate agents do not seem to be able to utilize technology to the extent that demands dictate. Factors such as electronic signatures, electronic documents, more diverse ways to show and sell properties are important in the minds of consumers but largely untapped by real estate agents. From that we can draw the conclusion that the value of the real estate agent's role has not developed in line with the technological development of recent years.

Samþykkt: 
  • 31.3.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43495


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EliasPeturVidfjordThorarinsson_BS_lokaverk.pdf3,67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni