Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43496
Bella ehf. er nýsköpunarfyrirtæki í formi deilihagkerfis sem mun halda utan um gæludýraþjónustur og viðskiptavini og er fyrirtækið í formi smáforrits (e. app) sem halað er niður í snjallsíma. Í upphafi markaðsáætlunar er farið yfir þjónusturnar sem Bella mun bjóða upp á í fyrstu og því næst er rakinn fræðilegur kafli um netvanga, starfræna hagkerfið og kerfisáhrif. Gerð var markaðsrannsókn til að fræðast betur um hvort þörf sé á deilihagkerfi fyrir gæludýraþjónustur á íslenskum markaði. Markaðsáætlunin var síðan byggð með notkun ýmissa greiningartóla á borð við SVÓT, sem sér um að greina styrkleika og veikleika í innra umhverfi, PESTEL fyrir ytra umhverfi, fimm krafta líkan Porters til greiningar á samkeppnisumhverfi og einnig voru markhópar greindir fyrir miðaða markaðssetningu. Niðurstöður sýna fram á að aðalsöluvara Bellu verða þjónustufulltrúarnir sem sinna gæludýraþjónustunum og helsta áherslan verður lögð á þjálfun og síun þeirra til að tryggja öryggi gæludýraeigenda og gæludýra þeirra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ErlaFGunnars_BS_Lokaverk.pdf | 3.87 MB | Lokaður til...01.01.2033 | Heildartexti | ||
Efnisyfirlit.pdf | 80.43 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildarskrá.pdf | 97.56 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna | |
yfirlýsing.pdf | 231.75 kB | Opinn | Yfirlýsing | Skoða/Opna |
Athugsemd: Verkefnið er lokað að ósk höfundar þar sem hann vill nýta verkefnið til stofnunar fyrirtækis