is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4350

Titill: 
 • Hagir og þarfir fólks með alvarlega geðsjúkdóma
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Fólk sem þjáist af alvarlegum geðsjúkdómum þarfnast margþættrar þjónustu og stuðnings í daglegu lífi. Lífsgæði þeirra ráðast m.a. af því hvernig þjónustuþarfir þeirra eru uppfylltar. Rannsóknir benda til að eigið mat alvarlega geðsjúkra á þjónustuþörfum sínum og uppfyllingu þeirra sé áreiðanlegur mælikvarði á gæði þjónustu við þá. Tilgangur þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á þjónustuþarfir alvarlega geðsjúkra Íslendinga og hvernig lífsgæði þeirra tengjast úrlausn þarfanna. Gerð var spurningalistakönnun til að leggja mat á áhrif alvarlegra geðsjúkdóma á þjónustuþarfir og lífsgæði 90 fullorðinna einstaklinga í göngudeildarþjónustu. Við könnunina voru notuð mælitækin Camberwell assessment of needs (CAN) og Heilsutengd lífsgæði (HL-prófið). Niðurstöður voru m.a. að u.þ.b. þriðjungur hafið óuppfylltar þjónustuþarfir vegna félagslegra samskipta, náins sambands við aðra manneskju og upplýsinga um sjúkdómsástand og meðferð. Tæplega þrír af hverjum fjórum bjuggu við skert lífsgæði. Lífsgæði þeirra sem höfðu óuppfylltar þjónustuþarfir voru lakari en þeirra sem fengu viðeigandi þjónustu eða þörfnuðust hennar ekki. Í þrem rýni-hópum sjálfboðaliða sem höfðu reynslu af alvarlegum geðsjúkdómum var rætt um hvað reyndist hjálplegt við að takast á við alvarlegan geðsjúkdóm og hvað var erfitt að fá ekki hjálp með í baráttunni við sjúkdóminn. Þrjú megin-þemu greindust við fyrirbærafræðilega greiningu; 1) Að njóta faglegrar og viðeigandi heilbrigðisþjónustu. 2) Að tilheyra fjölskyldu 3) Sjálfshjálp og efling.
  Á grundvelli sameiginlegrar túlkunar niðurstaðna spurninga-listakönnunar og rýnihópa eru settar fram tillögur til úrbóta varðandi göngudeildarþjónustu við fólk með alvarlega geðsjúkdóma. M.a. er lagt til að reglubundið mat á lífsgæðum og þörfum alvarlega geðsjúkra verði lagt til grundvallar þjónustunni með sérstakri áherslu á traust ótíma-bundið meðferðarsamband. Til að leggja grunn að bættri þjónustu er nauðsynlegt að fram fari frekari rannsóknir á þjónustuþörfum og lífs-gæðum alvarlega geðsjúkra á Íslandi. Sérstaklega er þörf á að rannsaka hagi og þarfir ungra alavarlega geðsjúkra þar sem þeir áttu fáa fulltrúa í þessari rannsókn.
  ENSKA
  People who suffer from severe and enduring mental health illnesses need a variety of services and support in their daily lives. The quality of life for these individuals is determined amongst others by how their service needs are met. Research suggests the evaluation that individuals who suffer from severe mental health illnesses apply to their service needs and how it is accomplished is an accurate way to measure the quality of service these individuals are receiving. The purpose of this research was to shed light on the service needs of people with severe and enduring mental health illnesses in Iceland and how their quality of life is linked to the way their service needs are met. A survey was performed to assess the influence of severe mental health illnesses on the service needs and quality of life of ninety outpatient adults. The survey used the Camberwell Assessment of Needs as well as the Icelandic Heath related Quality of Life Test . The results showed among other things that up to a third of the patients had service needs that were unmet due to the lack of social interaction, close relationship with another person and information about the illness and treatment. Nearly three of every four persons endured reduced quality of life. The quality of life for those with unmet service needs was worse than those who received proper service or did not require service at all. Three voluntary focus groups, composed of individuals with experience dealing with severe mental illnesses, discussed what had proved helpful dealing with severe and enduring mental illnesses and witch problems was difficult to deal with without help. Phenomenological approach showed three main themes; 1) to have professional and appropriate health care service, 2) to belong to a family, 3) self-help and promoting.
  Several suggestions are put forth to improve outpatient services for individuals with severe and enduring mental health problems on the grounds of the mutual interpretation of the result of the survey and the focus groups. These suggestions include a regulated assessment of the quality of life and service needs for individuals with severe and enduring mental health problems to be used as a foundation for the service provided with special emphasis on a solid, lasting therapy. To lay the foundation of an improved service it is necessary to further research the service needs and quality of life of individuals suffering from severe and enduring mental health problems in Iceland. There is a special need to research the circumstances and needs of young individuals suffering from severe mental health problems as they had few representatives in this study.

Athugasemdir: 
 • Athugasemdir er á óskilgreindu tungumáli Geisladiskur með myndum til prentunar fylgir prentaða eintakinu sem varðveitt er á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Samþykkt: 
 • 25.1.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4350


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ms.ritgerdMEpd_fixed.pdf6.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna