is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43504

Titill: 
  • ​„Ef það er ekki í Google calendar hjá mér, þá gerist það ekki.“ ​Hverdagsleg verkefnastjórnun og notkun hennar til að jafna verkaskiptingu hvað varðar aðra og þriðju vaktina
  • Titill er á ensku „If it ́s not on my Google calendar, it will not happen.“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • ​Rannsóknir sýna að ólaunuð vinna við heimilishald leggst í mun meira mæli á konur en karla og að karlar gera sér ekki grein fyrir, eða er alveg sama, í hversu miklu mæli það er. Lítið hefur verið um rannsóknir af þessu tagi á Íslandi sem annars á að heita framarlega í jafnrétti kynjanna á heimsvísu. Hér verður fjallað um rannsóknir tengdar annarri og þriðju vaktinni og rýnt í þá þætti sem gætu haft áhrif á hvernig upplifun íslenskra heimila er af annarri og þriðju vaktinni. Einnig er vandinn skoðaður og greindur út frá kenningum verkefnastjórnunar og reynt að finna leiðir þar sem verkefnastjórnun getur nýst íslenskum heimilum við að stýra því álagi sem hlýst af annarri og þriðju vaktinni.
    ​Einnig verða skoðuð hvaða verkfæri fjölskyldur geta nýtt sér til þess að reyna að koma í veg fyrir að álagið lendi ekki allt á einni manneskju heldur sé dreift af sanngirni á fjölskyldumeðlimi. Framkvæmd var megindleg rannsókn á íslenskum fjölskyldum og verkaskipting á heimilum skoðuð. Þessi rannsókn sýnir að íslensk heimili eiga lengra í land en höfunda grunaði og grípa þarf til róttækra aðgerða til þess að jafna verkaskiptingu á íslenskum heimilum.
    ​Lykilorð: önnur vaktin, þriðja vaktin, jafnrétti, verkefnastjórnun, fjölskylda, sanngirni, verkaskipting, andlegt álag.

Samþykkt: 
  • 31.3.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43504


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HaukurThorStephensen_HelgiMarFridgeirsson_BS_Lokaverk.pdf966.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna