is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43506

Titill: 
  • Er munur á þeim áhrifum sem áhrifavaldar og aðrar auglýsingar á stafrænum miðlum hafa á kynin?
  • Titill er á ensku What are the different effects influencers and digital media have on genders?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni var áhersla lögð á hver áhrif auglýsinga eru á kynin. Rannsakað var hvort eða hver munurinn væri á milli kynjanna þegar kemur að áhrifum auglýsinga frá áhrifavöldum eða öðrum auglýsingum á stafrænum miðlum. Rannsóknina má skilgreina sem blandaða þar sem um ræðir bæði megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir. Tekin voru viðtöl við fjölbreyttan hóp karlmanna sem gátu gefið rannsakendum sýn á kauphegðun þeirra en samhliða því var skoðanakönnun send út fyrir almenna neytendur. Rannsóknarspurningin sem leitast var eftir að svara og var sem leiðarljós við alla framkvæmd rannsóknarinnar er: „Er munur á þeim áhrifum sem áhrifavaldar og aðrar auglýsingar á stafrænum miðlum hafa á kynin?“
    Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar tekur til viðeigandi fræðigrunns þar sem finna má meðal annars umfjöllun um kauphegðun, kaup og neyslu, samfélagsmiðla og kynin. Einnig er farið yfir helstu áherslur í markaðssamskiptum og greint frá tilgangi stafrænna auglýsinga.
    Svör úr megindlegu sem og eigindlegu rannsóknunum áttu að varpa ljósi á hvaða einkenni ýta undir kauphegðun karla og kvenna. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að stafrænar auglýsingar og áhrifavaldar hafa meiri áhrif á kauphegðun kvenna en karla og að karlmenn eru líklegri til að versla vöru eða þjónustu ef um nauðsyn sé að ræða. Þeir virðast þurfa meiri aðild að því sem þeir eru að skoða til þess að skoða auglýsingar nánar, en þar virðist sem einbeiting skipti miklu máli. Einnig kom í ljós að karlar þurfa lengri umhugsunarfrest þegar kemur að kaupum á vöru og þjónustu samanborið við konur

Samþykkt: 
  • 31.3.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43506


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Loka_Lina&Solrun.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfunda hverju sinni