en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/43514

Title: 
  • Title is in Icelandic Húsnæðisleysi á Íslandi. Þarfagreining fyrir húsnæðislausa karlmenn
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ritgerð þessi er þarfagreining fyrir húsnæðislausa karlmenn á Íslandi. Strax varð takmörkun þar á, þar sem Reykjavíkurborg heldur aðallega utan um málaflokk húsnæðislausra og þjónustar hann mest á Íslandi. Húsnæðislausir karlmenn eru ekki einsleitur hópur og eiga þeir við fjölþættan og flókinn vanda að stríða. Úrræðin sem standa þeim til boða eru af skornum skammti. Neyðarskýlin á Lindargötu og Grandagarði loka klukkan tíu að morgni og opna klukkan fimm að degi til. Önnur úrræði er hafa dagopnun hafa verulega stuttan opnunartíma, eða til klukkan tvö að degi til. Útlistun á opnunartímum úrræða sem standa húsnæðislausum karlmönnum til boða segir meira en segja þarf. Um er að ræða verulegt gap í þjónustu við húsnæðislausa karlmenn á Íslandi. Tölfræði frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar varpar ljósi á umfang málaflokksins ásamt þjónustuþörfinni, ekki aðeins innan Reykjavíkurborgar heldur innan 28 sveitarfélaga víðsvegar um landið. Þjónustu fyrir húsnæðislausa karlmenn er aðallega að fá í Reykjavíkurborg og um fá úrræði er að ræða. Ekki er komið til móts við þjónustuþarfir húsnæðislausra karlmanna og bráðnauðsynlegt er að setja á laggirnar dagsetur og auka aðkomu annarra sveitarfélaga innan málaflokksins.

Accepted: 
  • Apr 13, 2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43514


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ibj17_Inga_BAritgerð.pdf845.15 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman yfirlýsing.pdf791.42 kBLockedDeclaration of AccessPDF