Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43517
Ný heimild til bóta fyrir ófjárhagslegt tjón var innleidd með 4. mgr. 13. gr. laga um vernd viðskiptaleyndarmála nr. 131/2020. Þeirri heimild má beita jafnt innan sem utan samninga, og hvort sem tjónþoli er einstaklingur eða lögaðili. Handhafar viðskiptaleyndarmála eru einkum lítil- og meðalstór fyrirtæki. Það, að slíkir aðilar geti krafist miskabóta, hefur ekki þótt samræmast grunnsjónarmiðum íslensks réttar. Í því ljósi vaknar sú spurning, hvert sé raunverulegt inntak 4. mgr. 13. gr. vll. og er það viðfangsefni þessarar ritgerðar, en umfjöllunin takmarkast við tilvik innan samninga. Til þess að svara þeirri spurningu er fyrst farið yfir aðdraganda lagasetningarinnar. Því næst er gerð grein fyrir því undir hvaða kringumstæðum bótaskylda stofnast á grundvelli ákvæðisins. Þá er farið yfir stöðu lögaðila gagnvart miskabótum að íslenskum rétti og hún borin saman við stöðu lögaðila gagnvart miskabótum annars staðar í Evrópu. Loks er þeirri spurningu velt upp hvort „ófjárhagslegu tjóni“ samkvæmt ákvæðinu, sé ætluð önnur merking en „miski“.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þóra Birna_BA.pdf | 426.46 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing undirrituð.pdf | 434.38 kB | Lokaður | Yfirlýsing |