Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43518
Í ritgerðinni er farið yfir skilyrðið um nauðsyn lögvarinna hagsmuna af úrlausn máls og hvernig það samrýmist reglu 70. gr. stjórnarskrár um aðgengi borgarans að dómstólum. Í upphafi er fjallað á almennan hátt um skilyrði þess að sakarefni verði borið undir dómstóla og í kjölfarið er farið nánar yfir inntak skilyrðisins um nauðsyn lögvarðra hagsmuna. Meginefni ritgerðarinnar er greining á réttarstöðunni þar sem farið er yfir beitingu reglunnar í lögskiptum hins almenna borgara við hið opinbera. Aðallega er leitast við að draga fram þau sjónarmið sem dómstólar líta til þegar metið er hvort skilyrðinu sé fullnægt og hvort merkja megi mismunandi kröfur til þess hvenær skilyrðið telst uppfyllt eftir eðli máls og þeirra hagsmuna sem liggja því að baki.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA.ritgerð.Ylfa Helgadóttir.pdf | 547,95 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing f Skemmu - YH.pdf | 21,79 kB | Lokaður | Yfirlýsing |