Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43522
Allar skipulagsheildir hafa sína eigin vinnustaðamenningu en vinnustaðamenning byggist á mörgum þáttum eins og gildum, trú, viðhorfi starfsmanna, skynjun þeirra, sýnilegum táknum á vinnustað ásamt samskiptamynstri og hegðun. Markmið rannsóknarinnar er að skoða vinnustaðamenningu Sky Lagoon og greina styrk- og veikleika hennar ásamt því að rannsaka hvort munur reynist á vinnustaðamenningu hjá A- og B-vakt. Að auki er gerður samanburður út frá mismunandi hópum innan Sky Lagoon. Spurningarlisti byggður á líkani Denison var lagður rafrænt fyrir starfsfólk Sky Lagoon í byrjun október 2022 og tóku alls 40 starfsmenn þátt í rannsókninni. Spurningarlistinn skitpist í fjórar yfirvíddir og tólf undirvíddir sem mæla markmið, samræmi, þátttöku og aðlögunarhæfni ásamt fjórum bakgrunnsspurningum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að vinnustaðamenning Sky Lagoon telst frekar veik þar sem allar yfirvíddir eru undir viðmiðunareinkunn og teljast því allar til aðgerðabils. Styrkleikar menningarinnar liggja helst í samvinnu starfsfólks en góð samvinna virðist ríkja milli starfsfólks og störf vel skilgreind. Að auki mældist styrkleiki í markmiðum skipulagsheildarinnar og góð þekking virðist vera um hvernig ná eigi markmiðum. Helstu veikleikar vinnustaðamenningar liggja í skilgreiningu verkferla sem virðast ekki vera nógu vel skilgreindir innan skipulagsheilheildarinnar. Þá er framtíðasrýn skipulagsheildarinnar ekki öllum ljós og starfsfólk ekki með sömu framtíðarsýnina. Veikleika má einnig finna í lærdómi en starfsfólk virðist ekki læra af mistökum og nýta sér þau til góðs.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MaríaBjörkGísladóttir_BS_lokaverk.pdf | 2,11 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni