is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43527

Titill: 
  • Bætur vegna sakamála: Ganga dómstólar of langt í að skerða bætur vegna eigin sakar sbr. 2. málsl. 2. mgr. 246. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 einkum með tilliti til lögmæti þvingunarráðstafana?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ákvæði um bætur vegna sakamála hafa tekið miklum breytingum í gegnum tíðina. Í IX-XIV kafla laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 (hér á eftir skammstöfuð sml.) er kveðið á um ráðstafanir sem lögreglu er heimilt að nýta sér við rannsókn sakamála. Þessar ráðstafanir eru nefndar þvingunarráðstafanir og er þeim beitt að tilteknum skilyrðum uppfylltum, en þær eiga það sameiginlegt að vera beittar með valdi og gegn vilja þeirra sem þær beinast að.
    Í núgildandi ákvæði 246. gr. sml. um bætur vegna sakamála er kveðið á um hlutlæga bótaábyrgð íslenska ríkisins vegna þeirra ráðstafana sem kveðið er á um í IX.–XIV. kafla laganna. Í 1. mgr. 246. gr. sml. segir að maður sem borinn hefur verið sökum í sakamáli eigi rétt til bóta skv. 2. mgr. ef mál hans hefur verið fellt niður eða hann verið sýknaður með endanlegum dómi, þó ekki ef það hefur verið gert vegna þess að hann var talinn ósakhæfur. Í 2. málsl. 2. mgr. 246. gr. sml. er hins vegar undantekningarregla sem kveður á um að fella megi niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur stuðlað að eða valdið þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á.
    Í þessari ritgerð verður reynt að svara þeirri spurningu hvort dómstólar gangi of langt í að skerða bætur vegna eigin sakar tjónþola. Verður gerð grein fyrir þróun ákvæða um bætur vegna sakamála og hvernig sú breyting hefur haft áhrif á dómaframkvæmd. Einnig verður fjallað um bótagrundvöll ákvæðanna og hvernig Mannréttindadómstóll Evrópu hefur haft áhrif á lagabreytingar á Íslandi hvað varðar bætur vegna sakamála. Mun umfjöllunin snúa að mestu leyti að einstökum þvingunarráðstöfunum og hvernig eigin sök hefur áhrif á ákvörðun bótafjárhæða í dómaframkvæmd. Sérstök áhersla fer síðan í túlkun á dómum á þessum sviðum og að meta hvort misræmi sé á dómaframkvæmd milli ára og tiltekinna þvingunarráðstafana. Að lokum verður síðan farið í umfjöllun um danskan rétt á þessu sviði en áður fyrr var munur á því hversu langt íslenskir og danskir dómstólar eru tilbúnir að ganga í að skerða bætur með tilliti til eigin sakar tjónþola.

Samþykkt: 
  • 14.4.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43527


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð.pdf202,82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman - Yfirlýsing.pdf3,44 MBLokaðurYfirlýsingPDF