Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43532
Vörumerki efstu deildar í fótbolta á Íslandi hefur í gegnum tíðina verið bundið við aðalsamstarfsaðila deildarinnar hverju sinni. Breyting varð í þeim efnum þegar Íslenskur Toppfótbolti (ÍTF) þróaði og setti á laggirnar nýtt vörumerki fyrir deildina sem var ekki bundin við einn samstarfsaðila. Þetta nýja vörumerki fékk nafnið Besta deildin og var formlega kynnt í febrúar 2022.
Meginmarkmið rannsóknarinnar var að athuga hvernig vörumerkjavitund, ímynd og gildi Bestu deildarinnar eru í samanburði við það sem var lagt upp með í byrjun hjá ÍTF. Notast var við bæði megindlega og eigindlega rannsóknaraðferð við gerð rannsóknarinnar. Megindleg rannsókn var í formi rafrænnar spurningakönnunar sem var send út í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook og eigindlega rannsóknin var viðtal við framkvæmdarstjóra og markaðstjóra ÍTF.
Niðurstöðurnar úr rannsókninni leiddi það í ljós að markmið ÍTF varðandi þetta nýja vörumerki hafa tekist að mörgu leyti. Vörumerkjavitundin virðist vera nokkuð góð og ímyndin jákvæð. Einnig virðast áhorfendur Bestu deildarinnar vera jákvæðir gagnvart þessu nýja nafni, nýja verðlaunagrip, deildinni sjálfri og almennt gagnvart vörumerkinu sjálfu.
Það er ljóst að það er ýmislegt sem má bæta, en heilt yfir hefur vörumerkið farið vel af stað í hugum þátttakenda rannsóknarinnar og verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu.
The brand of the top football league in Iceland has throughout history always been tied to the main partner of the league. Now there has been a change in that regard because Íslenskur Toppfótbolti, which is a interest group for the two top leagues in Icelandic football (ÍTF), developed and launched a new brand for the league that was not limited to one partner. This new brand was named Besta deildin, which translates as „the best league“ and it was officially launched in February 2022.
The main goal of this study was to check how the brand awareness, image and values of Besta deildin compared to what was initially proposed by ÍTF. Both quantitative and qualitative research methods were used in the preparation of the thesis. The quantitative research was in the form of an electronic questionnaire that was sent out through Facebook, and the qualitative research was an interview with the director and marketing director of ÍTF.
The results of the study revealed that ÍTF's goals regarding this new brand have been successful in many respects. The brand awareness seems to be quite good and so is the image. Also, the audience of the Best League seem to be positive towards this new name, new trophy, the league and towards the brand itself in general.
There are a few things that can be improved, but all in all, the brand has had a good start and it will be interesting to see what happens next.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
TomasIngiThordarson_BS_lokaverk.pdf | 3,11 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.