is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43540

Titill: 
  • Bætur vegna handtöku að ósekju í þágu sakamála: Almenn handtökuheimild lögreglu og mat Hæstaréttar á fjárhæð bóta á grundvelli 2. mgr. 246. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ein af megináherslum sakamálaréttarfars er að leiða hið sanna í ljós. Það að saklausir menn þurfi að sæta refsingu fyrir verknað sem þeir hafa ekki framið brýtur gegn réttarvitund almennings. Markmið reglunnar er að þeir sem fremja refsiverðan verknað skuli sæta refsingu, en þeir sem saklausir eru þurfi ekki að gera það. Umrædd regla ber nafnið sannleiksreglan og er hún lögfest í 3. mgr. 18. gr. og 2. mgr. 53. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 (hér eftir „sml.“). Í þessari ritgerð verður meðal annars fjallað um heimildir stjórnvalda til að beita þvingunarráðstöfunum til að leiða hið sanna í ljós. Telja má að það leiði af sannleiksreglunni, að til þess að ná því markmiði hennar verði stjórnvöld að hafa heimildir til að beita þvingunarráðstöfunum við rannsókn sakamála.
    Til þvingunarráðstafana teljast fyrst og fremst þær aðgerðir sem nýtast lögreglu við rannsókn sakamála, sbr. IX., X., XI., XIII. og XIV. kafla sml. Þvingunarráðstafanir einkennast annars vegar af því að þær eru knúnar fram með valdi gegn vilja þess sem þær beinast að og hins vegar skerðingu á mikilvægum réttindum. Meðal mikilvægra mannréttinda sem þvingunarráðstafanir eiga til að skerða er persónufrelsið, t.d. vegna handtöku og gæsluvarðhalds, en slíkt frelsi er verndað í 66. og 67. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 (hér eftir „stjskr.“).
    Hér verður hin almenna handtökuheimild lögreglu, sbr. 1. mgr. 90. gr. sml. tekin til umfjöllunar og hvernig Hæstiréttur hefur túlkað þá heimild. Þungamiða ritgerðarinnar er svo um bótarétt vegna handtöku að ósekju í þágu sakamála, sbr. 2. mgr. 246. gr. sml. Litið verður til þeirra sjónarmiða sem leggja ber til grundvallar við mat á bótaábyrgð ríkisins, einnig til skilyrða bótaréttar, þá hvernig slíkum bótarétti er hagað í dönsku réttarfari og loks verður reynt að komast að því hvernig Hæstiréttur metur fjárhæð bóta vegna handtöku að ósekju.

Samþykkt: 
  • 14.4.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43540


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Védís Halla Víðisdóttir - BA ritgerð..pdf434,16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf240,35 kBLokaðurYfirlýsingPDF