is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43553

Titill: 
  • Bætur vegna gæsluvarðhalds að ósekju. Ákvörðun bóta fyrir gæsluvarðhald að ósekju á grundvelli 1. og 2. mgr. 246. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gæsluvarðhald er ein af þvingunarráðstöfunum laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 (hér eftir sml.). Grundvallarskilyrði þess að hægt sé að grípa til þvingunarráðstafana er að fyrir liggi skýrt og ótvírætt lagaákvæði. Í gæsluvarðhaldi felst að maður er sviptur frelsi um lengri tíma, allt frá einum degi og upp í marga mánuði. Gæsluvarðhald er sú þvingunarráðstöfun sem gengur hvað lengst í að skerða réttindi manna og því verður ekki gripið til þess nema samkvæmt dómsúrskurði og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, sbr. 1. og 2. mgr. 95. gr. sml. Það skiptir miklu máli að gæta meðalhófs við beitingu þessa úrræðis, þannig að það standi eins stutt og kostur er.
    Í XXXIX. kafla sml. er að finna sérstakar reglur um bætur vegna sakamála og er bótaábyrgð reglnanna hlutlæg ábyrgð. Í 246. gr. sml. er kveðið á um skilyrði bótaábyrgðar samkvæmt XXXIX. kafla sml. og kveður 1. og 2. mgr. ákvæðisins um bætur til sakborninga. Skilyrði fyrir reglunni um bætur til sakborninga er í fyrsta lagi að maður hafi verið borinn sökum í sakamáli og sakamál hafi síðan verið fellt niður eða hann sýknaður (1. mgr.). Ef svo er getur maður átt rétt á bótum fyrir það tjón sem rakið er til aðgerða lögreglu sem henni er heimilt að grípa til skv. IX.-XIV. kafla sml. (1. málsl. 2. mgr.). Í 2. málsl. 2. mgr. ákvæðisins er að finna reglu um lækkun eða niðurfellingu bóta vegna eigin sakar sakbornings.
    Í þessari ritgerð verður gerð grein fyrir því hvernig bætur vegna gæsluvarðhalds að ósekju eru ákvarðaðar og til hvaða atriða dómstólar líta til við mat á fjárhæðinni. Við þá könnun verður aðallega litið til nýlegrar dómaframkvæmdar. Skoðuð verða lög nr. 128/2019 um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 og miskabótadóma sem hafa fallið í tengslum við sýknudóminn. Að lokum verður lögð sérstök áhersla á að kanna nýfallinn dóm Hæstaréttar frá 29. mars 2023 í máli nr. 48/2022 en þessi dómur er einsdæmi og hefur mjög ríkt fordæmisgildi við ákvörðun bóta í sakamálum.

Samþykkt: 
  • 17.4.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43553


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf470,61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf526,52 kBLokaðurYfirlýsingPDF