Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4357
Ritgerðin fjallar um baráttu hreyfingarinnar Samstaða um óháð Ísland gegn þátttöku Íslands í samrunaþróun Evrópu. Hreyfingin var stofnuð árið 1991 einkum í því skyni að berjast gegn því að Íslendingar gerðust aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), en einnig lagðist hún gegn hugmyndum að gengið yrði í Evrópubandalagið sem breyttist síðar í Evrópusambandið. Starfsemi hennar snerist þó fyrst og fremst um EES-samninginn og baráttu fyrir því að fram færi þjóðaratkvæði um hann. Það markmið náðist ekki og eftir að Ísland var orðið aðili að EES varð starfsemi hreyfingarinnar ekki svipur hjá sjón þrátt fyrir að hún starfaði áfram næstu árin. Hreyfingin var fyrst og fremst skipuð fólki sem staðsett var á miðju eða vinstrivæng íslenskra stjórnmála en erfiðlega gekk að fá sjálfstæðismenn til þátttöku í starfi hennar. Markmiðið með ritgerðinni er einkum að leggja mat á það hvaða árangri starfsemi Samstöðu um óháð Ísland skilaði og í annan stað svara þeirri spurningu hvers vegna illa hafi gengið að fá sjálfstæðismenn til starfa innan hreyfingarinnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
1_fixed.pdf | 32.28 kB | Opinn | Forsíður, ágrip og efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
2_fixed.pdf | 83.94 kB | Opinn | Inngangur, meginmál, niðurstöður og heimildaskrá | Skoða/Opna |