Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/43584
Eftirfarandi heimildarritgerð er lokaverkefni til BA gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Markmið ritgerðarinnar er þríþætt, að skoða áskoranir kvenna með ADHD í námi og starfi og kanna jákvæða eiginleika ADHD. Skortur er á rannsóknum á konum með ADHD í námi eða starfi og sérstaklega þeim sem hafa náð árangri á þeim sviðum. Náms og starfsþættir hafa áhrif á hvorn annan með beinum og óbeinum hætti. Konur með ADHD greinast oft á fullorðinsaldri eða eru ranglega greindar vegna margvíslegra þátta eins og skorts á þekkingu eða vegna þess að einkenni þeirra eru mismunandi. Það stuðlar að aukinni vanlíðan og skerðingu á færni hjá þeim konum sem getur haft áhrif á árangur þeirra í námi og starfi. Markmið ritgerðarinnr er einnig að kortleggja jákvæða eiginleika ADHD, nokkrar rannsóknir benda á mögulega jákvæða eiginleika sem einstaklingar með ADHD búa yfir en enn er þörf á frekari rannsóknum á viðfangsefninu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_yfirlysing.jpg | 68.58 kB | Locked | Declaration of Access | JPG | |
Konur og ADHD - Áskoranir og jákvæðir eiginleikar ADHD..pdf | 386.03 kB | Open | Complete Text | View/Open |