Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/43587
Rannsóknir hafa sýnt fram á það að börn sem búa við vímuefnaröskun foreldra verða fyrir neikvæðum áhrifum og eru í aukinni hættu á því að verða fyrir ofbeldi, vanrækslu og búa við óviðunandi aðstæður. Í þessari ritgerð verður leitast við að svara spurningunum: Eru úrræðin sem standa börnum foreldra með vímuefnaröskun í boði hér á landi næg? Hvert er gildi snemmtækrar íhlutunar í málefnum barna sem búa við vímuefnaröskun foreldra? Birtingarmyndir áhrifanna eru mikil andleg vanlíðan, hlutverkaruglingur, félagslegt óöryggi og tilhneiging til þess að hefja neyslu á vímuefnum fyrr en talið er eðlilegt. Börn þurfa stöðugleika og stuðning og foreldrar með vímuefnaröskun eiga í erfiðleikum með að veita börnum sínum það vegna sjúkdómsins og getur það haft í för með sér langtíma afleiðingar ef ekki er gripið inn í og börnunum veitt aðstoð. Þau úrræði sem standa til boða hér á landi eru of fá og ekki næst að sinna öllum þeim börnum sem þurfa á þjónustunni að halda, jafnframt sýna lög fram á það að ríki og sveitarfélögum ber skylda til þess að hafa þjónustu tiltæka fyrir hverskyns vanda. Þetta er hópur barna sem týnist í óreiðunni en mikilvægt er að grípa börnin og veita þeim þá aðstoð sem þau þurfa til þess að draga úr langtímaáhrifum.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð-Keb (1).pdf | 489,57 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Skemman_yfirlysing-Kolbrún.pdf | 194,76 kB | Locked | Declaration of Access |