is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43592

Titill: 
  • Áhættu- og verndandi þættir í lífi barna: Þrautseigja og áhættumat
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um áhættu- og verndandi þætti í lífi barna og hvernig þeir geta haft áhrif á eða valdið misbresti í uppeldi þeirra. Til stuðnings umfjöllunar voru lagðar tvær kenningar til grundvallar. Vistfræðilíkan Bronfenbrenner gefur skýra mynd af þeim kerfum sem umlykja barnið og hvaða áhrif þau hafa á daglegt líf þess og má þar helst nefna nær- og miðkerfið. Vistfræðilíkan Belsky gefur sömuleiðis góða mynd af hvernig áhættu- og verndandi þættir geta haft víxlverkandi áhrif þvert yfir öll kerfi. Farið verður yfir skilgreiningu misbrests í uppeldi barna og hver tíðni þess telst hér á landi. Til þess að fengist heildrænt yfirlit yfir áhættu- og verndandi þætti í lífi barna var farið yfir innri þætti þeirra, fjölskylduþætti og ytri þætti sem fræðin hafa bent á. Einnig var snert á því hvert hlutverk félagsráðgjafa getur verið við framkvæmd áhættumats. Áhættumat er tól til þess að fá yfirlit yfir aðstæður barns og til þess að taka ákvörðun um öryggi þess. Þrautseigja sem hugtak í fræðunum gefur vísbendingu um að barn geti notað styrkleika sína og valdeflst til betra lífs. Þrautseigja verður könnuð á sama veg og áhættu- og verndandi þættir. Þar sem þrautseigju má efla á öllum sviðum sem umlykja barnið og getur skipt sköpum hvað varðar æsku þess sem og framtíð.

Samþykkt: 
  • 18.4.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43592


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA RITGERÐ ilmur arnarsdottir PDF.pdf661.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing ilmur arnarsdóttir .pdf227.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF