is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/436

Titill: 
  • Þar sem báran á berginu brotnar : viðhorf til náttúruverndar í Vestmannaeyjum með hliðsjón af nytjum og ferðamennsku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Náttúruvernd hefur farið sívaxandi hér á landi síðustu ár fyrir tilstuðlan
    náttúruverndaráætlunar. Verkefni þetta fjallar um viðhorf
    Vestmannaeyinga til náttúruverndar, hvort að hún muni skaða eyjarnar
    eða verða þeim til bóta. Hvort virkilega þurfi að vernda einhverja hluta
    þeirra eða hvort staða verndurnar á eyjunum sé í góðum farvegi.
    Verkefnið er unnið með rýnihóp, samsettum af Vestmannaeyingum frá
    öllum stigum þjóðfélagsins, viðtölum við aðila innan veiðifélaga,
    tómstundabænda og ferðaþjónustuaðila. Einnig með gögnum sem
    fengin eru af netinu af opinberum síðum stjórnsýslustofnana og
    gögnum sem Vestmannaeyjabær lét í té.
    Segja má að skipta megi verkefninu upp í tvo megin kafla,
    nokkurskonar fræðikafla þar sem fjallað er um náttúruvernd almennt,
    lagaumhverfi, náttúruminjaskrá, heimsminjaskrá UNESCO, sjálfbæra
    þróun og komið fram með hugmyndir um hvernig megi meta virði
    lands. Seinni kaflinn greinir frá viðhorfi almennings til náttúruverndar,
    ferðaþjónustuaðila, aðila veiðifélaganna og viðhorf tómstundabænda til
    náttúruverndar.
    Viðhorf þessara aðila til náttúruverndar eru nokkuð svipuð þó svo að
    þarna sé fólk á öllum aldri á öllum stigum þjóðfélagsins. Telja allir að
    auka megi náttúruvernd í Vestmannaeyjum en þó ekki þannig að það
    skaði á einhvern hátt Vestmannaeyjar eins og þær eru í dag.
    Allir eru á einu máli hvað varðar skipulagðar ferðir í úteyjar þar sem
    erfitt yrði að festa þær við dagsetningu og tíma, því lending við
    eyjarnar er mjög háð veðri og sjólagi. Þó svo að blíða sé, sjór
    spegilsléttur og ekki bærist hár á höfði á Heimaey, getur verið ófært í
    úteyjarnar.
    Lykilorð :
    Vestmannaeyjar – Náttúruvernd – Ferðaþjónusta – Virði lands –
    Lundaveiðifélag – Tómstundabóndi – Sjálfbær þróun.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/436


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
baran.pdf2.93 MBTakmarkaðurHeildartextiPDF
baran_e.pdf88.38 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
baran_u.pdf90.58 kBOpinnÞar sem báran á berginu brotnar - útdrátturPDFSkoða/Opna