Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43600
Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA prófs við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Markmið hennar er að skoða hvers vegna það er mikilvægt fyrir kjörforeldra að mynda tengsl við kjörbörn sín í kjölfar ættleiðingar, í samhengi við tengslaraskanir.
Ekki er svo langt síðan fyrsta löggilta ættleiðingarfélagið var stofnað hérlendis. Við ættleiðingu er kjörbarni gefin sama réttarstaða við kjörforeldra og annað skyldfólk. Litið er svo á að tengsl á milli barns og umönnunaraðila séu grundvöllur að nánum samskiptum síðar á ævinni. Ef tengslarof á sér stað getur það haft áhrif á geðheilsu, sambönd einstaklings við aðra og sjálfsmynd hans. Tengslarof má skilgreina sem áfall og getur það haft alvarlegar afleiðingar síðar á ævinni en það er þó hægt að leiðrétta. Tengslaröskun er heilsufarslegt ástand sem getur haft áhrif á skap og hegðun og gert einstaklingi erfitt fyrir að mynda tengsl og viðhalda þeim við aðra einstaklinga. Tengslaraskanir skiptast í tvennt sem kallast á íslensku svörunartengslaröskun og afhömluð tengslaröskun og eru þær skilgreindar í flokkunarkerfunum ICD-10 og DSM-V. Þar sem lítið er vitað um svörunartengslaröskun og afhömluð tengslaröskun er mun sjaldgæfari en sú fyrr nefnda þykir höfundi mikilvægt að þær séu rannsakaðar nánar svo hægt sé að þróa úrræði betur og aðstoða börn og unglinga sem glíma við tengslavanda eða tengslaröskun. Helstu niðurstöður benda til að ættleidd börn, sem hafa upplifað einhvers konar mótlæti, virðast vera líklegri til að þróa með sér óörugga tengslamyndun. Því þykir mikilvægt að kjörforeldrar myndi tengsl við kjörbörn sín í kjölfar ættleiðingar svo það leiði ekki til frekari vandkvæða hvað varðar tengslamyndun á fullorðinsárum. Einnig vegna þess að tengslavandi getur leitt til hegðunarörðugleika og skerðingar á félagsfærni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
hba23_Hanna Björk_BA ritgerð.pdf | 433,6 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Hanna Björk Atreye Sigfúsdóttir.pdf | 306,36 kB | Lokaður | Yfirlýsing |