Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43613
Ljóst er að ekkert þróað samfélag þrífst án fjármagns og það er á fjármagnsmarkaði sem aðgangur að því fæst. Markaðurinn veitir þeim sem þurfa á fjármagni að halda aðgang að því. Hvort sem það sé ríkið, aðrir opinberir aðilar, fyrirtæki, ýmsir stofnfjárfestar eða almenningur, þá er hægt að nálgast fjármagn á þessum markaði. Það er meginhlutverk fjármálafyrirtækja að annast milligöngu um aðgang að fjármagni til þessara aðila og veita þjónustu sem tengist slíkri milligöngu. Fjármagn er aðgengilegt á þessum markaði með ýmsu móti en algengast er að fyrirtæki fjármagni rekstur sinn með með útgáfu hlutabréfa. Viðskipti með verðbréf eru áhættusöm í eðli sínu þar sem ákveðin óvissa ríkir um þróun gengis þeirra. Vegna áhættunnar sem fylgir viðskiptum með slíka fjármálagerninga eru settar ákveðnar skyldur á herðar ríkisins og stjórnsýslu til að hafa eftirlit með stöðu fjármálamarkaðarins. Það er gert í því skyni að koma í veg fyrir að áhætta verði of mikil. Einnig eru settar skyldur á samningsaðila í viðskiptum með fjármálagerninga um að ganga að samningsborðinu með tilliti og virðingu fyrir samningsaðilanum. Þessi skylda kallast trúnaðarskylda og í henni felst að aðilar fari eftir góðum viðskiptaháttum og venjum. Í íslenskum rétti hafa lengi verið til ákvæði í lögum sem hafa þá undirliggjandi verndarhagsmuni að leiðarljósi að koma í veg fyrir svik og misnotkun upplýsinga og stuðla að því að aðilar samings sitji við sama borð. Meginreglan um góða viðskiptahætti og venjur stuðlar einmitt að því og hefur hún verðið lögfest víða í lögum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis mátti lesa að fjármálafyrirtæki fylgdu ekki þessum viðskiptaháttum. Þessar reglur eru þó oft víðtækar og oft engin einkaréttarleg úrræði að finna í ákvæðunum vegna brota á þeim. Í þessari ritgerð verður fjallað nánar um inntak þessara reglna, tengsl við reglur um almenna trúnaðarskyldu og reglna um skaðabætur innan samninga með hliðsjón af dómaframkvæmd Hæstaréttar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð Snævar Már Helgason.pdf | 394.19 kB | Lokaður til...01.01.2025 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing.pdf | 249.83 kB | Lokaður | Yfirlýsing |