Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43618
Markmið þessarar ritgerðar var að skoða hvaða þjónusta, úrræði og stuðningur er í boði fyrir barnshafandi konur með vímuefnaröskun og hvernig eftirfylgni er háttað eftir fæðingu barna mæðra með slíka röskun. Ritgerðin er fræðileg samantekt þar sem stuðst var við rannsóknir, bækur og ritrýndar greinar ásamt upplýsingaviðtölum við félagsráðgjafa og aðra fagaðila sem koma að þjónustu við barnshafandi konur með vímuefnaröskun. Helstu niðurstöður leiða í ljós að barnshafandi konur með vímuefnaröskun þurfa á mikilli þjónustu og stuðningi að halda. Barnshafandi konur með vímuefnaröskun hljóta góðan stuðning og þjónustu frá teymi áhættumæðraverndar Landspítala, meðferðarstofnana og Geðheilsuteymi fjölskylduvernd. Eftir fæðingu geta konur dvalið með börnin sín á Mánabergi og mætt með þau á göngudeild meðferðarstofnana á daginn, sem og fengið áframhaldandi þjónustu frá Geðheilsuteymi fjölskylduvernd. Ekki er til eitt ákveðið úrræði sem grípur utan um barnshafandi konur með vímuefnaröskun og fylgir þeim eftir en fagaðilar og sérfræðingar sem sinna núverandi þjónustu og stuðningi við þennan viðkvæma hóp reyna eftir fremsta megni að styðja við þær, sinna fræðslu og leiðbeina þeim á rétta braut.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BAlokaritgerð_Barnshafandi konur með vímuefnaröskun_elh46.pdf | 269,05 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_elh46.pdf | 210,72 kB | Lokaður | Yfirlýsing |