Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43621
Hugtakið kulnun hefur fengið aukna athygli undanfarin ár og þekking á hugtakinu hefur aukist. Jafnframt er haldið því fram að kulnun sé ekki einungis starfstengt hugtak heldur líka tengt öðrum þáttum í lífinu. Í ritgerð þessari er megináhersla á að kanna hugtakið kulnun meðal mismunandi kynslóða. Þar að auki verður kannað kulnun með sjónarhorni á starfstengda þætti ásamt öðrum þáttum í lífinu. Einnig verður kannað hvort hægt sé að sundurgreina mun á viðhorfum kulnunar milli kynslóða. Ritgerð þessi getur nýst félagsráðgjöfum í starfi þar sem þeir fást við einstaklinga á öllum aldri. Leitast er við að svara eftirfarandi spurningum: Hvað einkennir kynslóðir og þeirra viðhorf? Er munur á kulnun milli kynslóða og ef svo er, hvað skýrir það?
Helstu niðurstöður sýna fram á það að einkenni kynslóða er sú samfélagslega lífsreynsla og atburðir sem hafa áhrif á einstaklinga þegar þeir eru að alast upp. Þar með eru kynslóðir samheldinn hópur með svipuð sjónarhorn og viðhorf við þá lífsatburði sem áttu sér stað á þeim tíma. Greinanlegur munur er á viðhorfum kynslóða, en þær læra fremur lík viðbrögð við félagslegum þáttum. Þar með mótast ákveðin sameiginleg viðhorf út frá þessum félagslegu þáttum sem kynslóðir upplifa. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að um sé að ræða einhvern mun á kulnun milli kynslóða. Samfélagslegar breytingar hafa áhrif og skýra muninn á upplifun, viðbrögðum, hlutverkum, viðhorfum, framtíðarsýn og forgangsröðun kynslóða. Það má greina að munur sé á kulnun milli kynslóða, en þó er mesti munurinn á milli Uppgangskynslóðarinnar (e. Baby Boomers) og Z-kynslóðarinnar (Generation Z).
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kynslóðabil og upplifun kulnunar BA ritgerð.pdf | 535.09 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 109.46 kB | Lokaður | Yfirlýsing |