is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4363

Titill: 
  • Þjóðfélagsleg byrði af áfengis- og vímuefnaneyslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Misnotkun áfengis og vímuefna er alvarlegt heilbrigðisvandamál sem hrjáir einstaklinga á öllum aldri sem búa við misjafnt heilsufar og félagslega stöðu. Neyslan er alþjóðlegt vandamál sem stjórnvöld hvarvetna í heiminum leggja áherslu á að berjast gegn. Hún veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélögum skaða og tengist margvíslegri glæpastarfsemi, heilsubresti og félagslegum vandamálum. Marga sjúkdóma má rekja beint til ofneyslu áfengis og vímuefna, líkt og áfengiseitrun, króníska lifrarbólgu og skorpulifur. Ofneysla getur einnig átt þátt í og aukið líkur á ýmsum sjúkdómum s.s. blóðrásar- og hjartasjúkdómum og krabbameinum. Meginflokkar heilsutengds kostnaðar vegna misnotkunar áfengis og vímuefna eru útgjöld vegna læknismeðferða, töpuð framleiðsla og ótímabær dauði.
    Rannsókn þessi miðar að því að greina raunverulega þyngd þjóðfélagsins af ofneyslu áfengis og vímuefna. Þær upplýsingar sem rannsóknin gefur af sér geta nýst við stefnumótun í málaflokknum og einnig við skipulag heilbrigðisþjónustunnar almennt. Fyrir vísindasamfélagið mun þessi rannsókn auka möguleika á að bera saman hvernig sjúkdómur áfengis- og vímuefnafíknar hegðar sér og hvernig auðlindum þjóðfélagsins er ráðstafað í þessu sambandi. Vandað kostnaðarmat mun jafnframt nýtast þegar vinna á kostnaðar- og nytjagreiningu á aðgerðum sem ætlað er að draga úr byrði vegna neyslu áfengis- og vímuefna. Rannsóknin hefur því bæði hagnýtt og fræðilegt gildi.
    Skoðuð voru gögn úr ASI-viðtölum og borin saman við könnun Lýðheilsustöðvar á líðan og heilsu Íslendinga, en auk þess var aflað margvíslegra gagna, m.a. frá Hagstofunni, Landspítalanum, Rannsóknarnefnd umferðarslysa, úr dánarmeinagrunni Landlæknis, frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, Fangelsismálastofnun, Barnaverndarstofu, Krabbameinsskrá, Tryggingastofnun ríkisins og Vinnueftirlitinu.

Samþykkt: 
  • 26.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4363


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ari_Matthiasson_fixed.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna