is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43642

Titill: 
  • Skólaforðun: Hlutverk og ábyrgð skóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Mikilvægi menntunar er sífellt að aukast eftir því sem að samfélögin verða flóknari. Þegar einstaklingur hverfur frá námi getur það ekki einungis haft áhrif á lífsgæði viðkomandi heldur einnig almenn félagsleg- og efnhagsleg neikvæð áhrif á stöðu og líðan hans til framtíðar. Skólaforðun er síaukinn vandi um heim allann og því þörf á vitundarvakningu í þessum málum. Skólaforðun íslenskra grunnskólanemenda er orðin áþreifanlegur vandi í skólakerfinu. Nemandi sem forðast, eða á í erfiðleikum með, að mæta í skólann og hefur mikla fjarveru frá skóla án gildrar ástæðu, gefur til kynna að hann glími við skólaforðun. Ástæður skólaforðunar eru margþættar og geta verið flóknar. Án inngripa getur þessi vandi haft víðtækar afleiðingar á barnið til framtíðar og samfélagið.
    Markmið ritgerðarinnar er að auka þekkingu á skólaforðun grunnskólabarna með því að gera grein fyrir stöðu þeirra sem við hana glíma og foreldra þeirra. Jafnframt að varpa ljósi á ábyrgð og stöðu skólans hvað varðar viðbúnað, forvarnir og bjargir í þeim málum. Einnig er löggjöf í mennta- og velferðarmálum á Íslandi skoðuð í ljósi þessa síaukna vanda í skólakerfinu. Í þessari ritgerð leitst ég við að svara eftirfarandi spurningum: Hvað er skólaforðun, hvað einkennir nemendur með skólaforðun og hvaða ástæður geta legið að baki skólaforðunarhegðunar? Hvert er hlutverk og ábyrgð skólans í skólaforðunarmálum, hver er viðbúnaður skólans og hvaða bjargir eru til staðar til að takast á við slík mál? Meginniðurstaða þessarar ritgerðar er að skólaforðun er margþættur og flókinn vandi. Til þess að takast á við þennan vanda svo vel sé þarf að vera til staðar snemmtæk íhlutun, árangursríkt og traust samstarf við foreldra og þverfagleg og heildræn nálgun á málum.

Samþykkt: 
  • 19.4.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43642


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skolafordun.hlutverk.og.abyrgd.skola_lokaskil...pdf600,96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing 2.pdf417,91 kBLokaðurYfirlýsingPDF