is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43650

Titill: 
  • Einmanaleiki aldraða á hjúkrunarheimilum: Áhrif einmanaleika á lífsgæði aldraða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Aldraðir eru viðkvæmur hópur í samfélaginu og fer öldruðum fjölgandi hér á landi þar sem að lífslíkur eru að hækka og dánartíðni er minni. Einmanaleiki er algengt vandamál meðal aldraðra. Í þessari ritgerð verður skoðaður einmanaleiki aldraða á hjúkrunarheimilum og áhrif einmanaleika á lífsgæði aldraða. Rannsóknir hafa sýnt að einmanaleiki er algengari meðal aldraðra á hjúkrunarheimilum heldur en hjá þeim sem búa heima. Það að flytjast á hjúkrunarheimili hefur mikil áhrif á líðan þeirra öldruðu, þeim finnst þeir missa sjálfstæði ásamt eigin húsnæði og finna oft fyrir tómleika. Helstu niðurstöður eru að einmanaleiki og félagsleg einangrun getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar á heilsu, líðan og líf einstaklings. Sterk tengsl eru á milli einmanaleika og þunglyndis á hjúkrunarheimilum og félagslegur stuðningur og seigla eru talin vera verndandi þættir. Rannsóknir hafa sýnt að það að eiga góð tengsl við fjölskyldu og vini er helsti þátturinn í að draga úr einmanaleika aldraðra og eru heimsóknir frá fjölskyldumeðlimum og vinum mikilvægar. Það skiptir máli að aldraðir fái tækifæri til þess að tjá sig um einmanaleikann og að fagaðilar noti matslista svo að hægt sé að grípa til aðgerða til þess að takast á við hann.

Samþykkt: 
  • 19.4.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43650


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerd_idf3_irisdogg.pdf516,54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
lokaverkefni_yfirlysing_skemman.jpg51,44 kBLokaðurYfirlýsingJPG