Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43654
Vísbendingar eru um fjölgun gangandi og hjólandi ferðalanga sem fara á eigin vegum um hálendi Íslands. Aðstæður þar eru erfiðar og krefjandi, ógn getur steðjað að ferðamönnum án þess að um sé að ræða ástand sem ógnar öryggi almennings. Öryggi ferðamanna lýtur öðrum lögmálum en öryggi heimamanna. Færa má rök fyrir því að þeir ferðamenn sem fara á eigin vegum um hálendi landsins séu berskjaldaðri fyrir mögulegum hættum og eigi meira undir fyrirbyggjandi aðgerðum stjórnvalda en aðrir.
Markmið rannsóknarinnar er að svara því hvaða aðferðum stjórnvöld beita í þágu þessara ferðamanna, hvað einkennir þær aðferðir og hvers vegna stjórnvöld velja þær aðferðir sem beitt er umfram aðrar. Hvernig eru verkefni í þágu öryggis þess hóps sem er til umfjöllunar falin framkvæmdaaðilum og fylgja því framsali einhver vandkvæði sem leiða til þess að aðgerðir skili lakari árangri en ella? Jafnframt er því velt upp hvort möguleiki sé að stuðla á markvissari hátt að öryggi þessa hóps en gert er í dag. Sjónum er beint að hálendishluta norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og þeim ferðamönnum sem leggja leið sína um það á eigin vegum og fyrir eigin vélarafli. Fyrirbyggjandi leiðbeiningar og fræðsla eru þær leiðir sem stjórnvöld nýta helst til að stuðla að öryggi ferðamanna sem fara á eigin vegum um hálendið. Þetta eru aðferðir sem einkennast af lágmarksþvingun samfara miklu lögmæti og pólitískum fýsileika. Aðgerðir stjórnvalda eru ekki lausar við umboðstap sem rekja má til upplýsingavanda. Með samvinnu og samtali allra hlutaðeigandi aðila má stuðla markvissar að öryggi þess hóps sem rannsóknin beinist að, án þess að snúa frá þeim meginleiðum sem nýttar eru í dag.
The number of people traveling unaccompanied on foot and by bike through the vast Highlands of Iceland seems to be on the rise. The Central Highlands region is challenging to cross; conditions can be adverse, and the safety of travelers can be threatened in conditions that do not pose a threat to the general public. The needs of tourists with regard to safety are different than those of the local population. It can be argued that tourists, travelling on their own through the highlands, are more vulnerable than other groups and hence their safety depends largely on preventive measures taken by authorities. The aim of this research is to examine government actions intended to enhance the safety of those who travel independently through Iceland´s Highlands, on foot or by bike. The geographical focus will be the highlands of the north region of Vatnajökull National Park. The topics discussed include existing governmental safety measures, what factors affect the choice of one safety approach over another, and how systemic delegation of responsibilities can result in less impact of safety measures. Furthermore, opportunities for improvement are addressed with the aim of increasing the safety of highland travelers. Preventive knowledge sharing and education efforts are among the measures public authorities use to ensure tourist safety. These types of safety measures offer minimum level of coercion and high degree of legitimacy and political feasibility. The delegation of tasks can, however, result in agency problems due to lack of knowledge of local situations. As a consequence, the key to increased safety in Iceland´s Highland is holistic cooperation across all levels of government and with private actors resulting in a constructive dialogue about innovative and impactful safety measures for all travelers.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fólk á rétt á að fara sér að voða .pdf | 937.72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing Skemman.pdf | 226.46 kB | Lokaður | Yfirlýsing |