Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43655
Cancer therapy related cardiovascular adverse events and toxicity
Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að búa til gagnagrunn í tengslum við hjartatoxísk krabbameinslyf í flokki antracýklína (AC), HER2 blokka og ónæmisörvandi einstofna mótefna (ICIs) og gera fimm ára samantekt á notkun lyfja í flokki AC og HER2 við ábendingunni brjóstakrabbamein og lyfja af flokki ICIs við öllum ábendingum krabbameina. Kanna hvernig lyfin þolast með tilliti til tegundar og alvarleika hjartatengdra auka- og eiturverkana, hvernig brugðist er við þeim, hvernig eftirfylgni er háttað og kanna tengsl undirliggjandi áhættuþátta.
Aðferðir: Þessi rannsókn var afturskyggn. Gagnagrunnur í tengslum við hjartatoxísk krabbameinslyf frá árinu 2003 til 2021 var útbúinn út frá gögnum frá Gagnagátt Landspítala og var gerð fimm ára samantekt frá árunum 2017 til 2021. Hjartatengdum auka og eiturverkunum var safnað, ásamt meðferð hjartatengdra auka- og eiturverkana, í tengslum við útgefna lyfseðla hjartalyfja. Gögn um eftirfylgni og tengsl áhættuþátta við hjartatengdar auka- og eiturverkanir voru skráð, flokkuð og greind út frá kennitölu.
Niðurstöður: Í heildina fengu 374 einstaklingar lyfjameðferð með lyfjum af flokki antracýklína og HER2 blokka við ábendingunni brjóstakrabbamein á árunum 2017 – 2021. Sjö konur greindust með hjartabilun eftir að lyfjameðferð hófst, og fjórar þeirra greindust með hjartabilun á innan við tíu mánuðum frá upphafi lyfjameðferðar. 395 einstaklingar fengu lyfjameðferð með lyfjum af flokki ICIs á rannsóknartímabilinu. Tólf einstaklingar greindust með hjartabilun eftir að lyfjameðferð með ICIs hófst, og átta þeirra greindust með hjartabilun á innan við tólf mánuðum frá upphafi lyfjameðferðar.
Ályktanir: Þessi rannsókn bendir til þess að hjartatengdar auka- og eiturverkanir sem má rekja til lyfjameðferðar með AC, HER2 blokkum og ICIs séu alvarlegar. Þörf er á endurskoðun verklags hvað varðar eftirfylgni með einstaklingum sem fá lyfjameðferð með þessum lyfjum. Með breyttu verklagi væri hægt að fækka hjartatengdum auka- og eiturverkunum sem má rekja til hjartatoxískra krabbameinslyfja.
Objective: The aims of this study was to create a national database with the use and indication of cardiotoxic cancer therapy in the drug classes of antracycline (AC), HER2 blockers and immune check point inhibitors (ICIs). To make a five year summary of the use of AC and HER2 blockers for the indication of breast cancer and the use of ICIs for all indications of cancer. To examine the tolerability in terms of type and severity of cardiovascular AEs and toxicity, how they are treated, how the follow-up is conducted and the relationship of underlying risk factors.
Materials and methods: This study was retrospective. Database related to cardiotoxic chemotherapy drugs for the years 2003 to 2021 was created based on data from Gagnagátt in Landspítali, and a five year summary for the years 2017 to 2021 was created. Cardiovascular AEs and toxicity, treatment of cardiovascular AEs and toxicity, prescribed medicine for heart indications and data on follow up and the relationship of risk factors to cardiovascular AEs and toxicity were also recorded, classified and analyzed based on each patients ID number.
Results: In total, 374 individuals recieved cancer therapy with AC and HER2 blockers for the indication of breast cancer in 2017 to 2021. Seven individuals, all women, were diagnosed with heart failure after starting cancer therapy and four of them were diagnosed with heart failure within ten months of starting cancer therapy. 395 individuals received cancer therapy with ICIs during the course of the study. Twelve individuals were diagnosed with heart failure after starting cancer therapy and eight of them were diagnosed with heart failure within twelve months of starting cancer therapy.
Conclusions: This retrospective study indicates that cardiovascular AEs and toxicities attributed to cancer herapy with AC, HER2 blockers and ICIs are serious. There is need for a review of guidelines and procedures in terms of follow-up with individuals who received therapy with these drug classes. By changing the procedure, it could possibly reduce the number of cardiovascular AEs and toxicity that can be attributed to cardiotoxic cancer therapy drugs.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| MS ritgerð Hjartatoxísk krabbameinslyf.pdf | 2,25 MB | Lokaður til...20.04.2028 | Heildartexti | ||
| Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis - HYJ.png | 189,96 kB | Lokaður | Yfirlýsing | PNG |