Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43666
Background: Delirium is a significant clinical problem that can result in adverse health outcomes. Various medications have been associated with the development of delirium, especially in older people. Medication-induced delirium has significant implications for healthcare professionals in determining appropriate medication therapy, especially in individuals at a higher risk for developing delirium.
Objective: This study aimed to identify medications that have the risk of inducing delirium, particularly concerning a person diagnosed with dementia.
Methods: A systematic review methodology was used to conduct a search from 12 databases with specific inclusion and exclusion criteria. The last search was performed on the 9th of January, 2023. The systematic review was registered with PROSPERO, and the literature search was presented in accordance with the PRISMA-P statements. The quality assessment of the studies was conducted by the research team using four validated appraisal toolkits.
Results: Altogether, 109 studies met the inclusion criteria and were included in this systematic review. More than half of the literature was conference abstracts and case reports (n=57). Opioids, benzodiazepines, and antipsychotics were the medication classes with the highest correlation to delirium. A significant amount of data was available on drugs that may increase the risk of delirium in a person with dementia. Cholinesterase inhibitors and memantine were among the medications associated with medication-induced delirium in a person with dementia. Several medication combinations therapies were also associated with an increased risk of delirium.
Conclusion: Various medications from over 14 medication classes were found to be associated with delirium in this systematic review. Opioids, benzodiazepines, and antipsychotics should be approached with caution when prescribed. Additionally, this review identified the lack of original research on the topic as well as the lack of recommendations for therapeutic alternatives.
Bakgrunnur: Óráð er klínískt vandamál sem getur leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir einstaklinga. Ýmis lyf eru talin geta orsakað þróun óráðs, sérstaklega hjá eldri einstaklingum. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk viti hvaða lyf geta orsakað óráð til að ákvarða viðeigandi lyfjameðferð fyrir eldri sjúklinga í aukinni áhættu á óráði.
Markmið: Markmið þessarar kerfisbundnu yfirferðar var að bera kennsl á lyf sem geta aukið áhættu á að valda óráði. Sérstök áhersla var lögð á einstaklinga með heilabilun.
Aðferðir: Framkvæmd var kerfisbundin leit í 12 gagnagrunnum með fyrir fram ákveðnum inntöku- og útilokunarskilyrðum. Síðasta leit var gerð 9. janúar 2023. Kerfisbundna yfirferðin var skráð hjá PROSPERO og var heimildarleitinni lýst í samræmi við PRISMA-P flæðirit. Gæðamat rannsóknanna var framkvæmt af rannsóknarteymi með fjórum matskvörðum. Niðurstöður: Alls voru 109 rannsóknir sem uppfylltu inntökuskilyrðin og voru notaðar í þessari kerfisbundnu yfirferð. Meira en helmingur rannsóknanna voru ráðstefnuútdrættir og tilfellalýsingar (n=57). Niðurstöður sýndu að ópíóíðar, benzódíazepín og geðrofslyf voru þeir lyfjaflokkar með hæstu fylgni við óráð. Umtalsvert magn gagna var til um lyf sem gætu aukið áhættu á óráði hjá einstaklingum með heilabilun. Kólínesterasahemlar og memantín voru meðal lyfja sem tengdust óráði af völdum lyfja hjá einstaklingum með heilabilun. Samsettar lyfjameðferðir voru einnig tengdar við aukina hættu á óráði.
Ályktanir: Þessi kerfisbundna yfirferð leiddi í ljós að óráð er tengt ýmsum lyfjum úr 14 lyfjaflokkum. Þeir lyfjaflokkar sem helst tengdust óráði voru ópíóíðar, benzódíazepín og geðrofslyf. Mikilvægt er að fara varlega þegar þessum lyfjaflokkum er ávísað meðal einstaklinga í áhættu að þróa með sér óráð. Að auki leiddi rannsóknin í ljós skort á rannsóknum um viðfangsefnið sem og ónægar ráðleggingar um meðferðarúrræði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LokaritgerðRut.Matthíasdóttir.pdf | 1,54 MB | Lokaður til...20.04.2025 | Heildartexti | ||
Skemman.Rut.pdf | 200,27 kB | Lokaður | Yfirlýsing |