Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43671
Inngangur: 11.mars 2020 lýsti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) yfir heimsfaraldri vegna SARS-CoV-2. Faraldurinn breiddist hratt út um allan heim og hafði gríðarleg áhrif á samfélög. Ýmsar ráðstafanir voru gerðar til að koma í veg fyrir smihættu, þ.á.m. fjöldatakmarkanir og útgöngubönn sem voru þó misströng milli landa. Á Íslandi voru fyrstu fjöldatakmarkanirnar settar í mars 2020 sem voru síbreytilegar hverju sinni. Áhersla var lögð á að sporna gegn fjölgun smita og að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu (HHS) þurftu að breyta aðkomu sinni að heilbrigðisþjónustu, þ.e. takmarka komur á svæðið og auka þjónustu í gegnum síma og með rafrænum samskiptum. Þessar breytingar höfðu ýmisleg áhrif á lyfjaávísanir og notkun samskiptaforma meðan á faraldrinum stóð. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að skoða þau áhrif sem faraldurinn hafði á HHS á tímabilinu 1.mars 2020-28.febrúar 2022 með því að bera saman áðurnefnda þætti við tímabilið 1.mars 2018-29.febrúar 2020.
Efni og aðferðir: Lýsandi afturskyggð gagnarannsókn var framkvæmd með megindlegri aðferðafræði. Notast var við tiltæk gögn úr Sögu-gagnagrunni HHS. Niðurstöður voru birtar á tölulegu formi ásamt því að meta marktækni fjölda ávísana og einstaklinga milli ársfjórðunga og rannsóknarára.
Niðurstöður: Fjöldi lyfjaávísana á sýklalyfjum við öndunarfærasýkingum og fjöldi einstaklinga sem fengu ávísað innöndunarlyfjum breyttist ómarktækt á milli rannsóknarára. Hins vegar var marktækur munur (p < 0,001) á fjölda ávísana og einstaklinga milli ársfjórðunga. Breytingar urðu á fjölda ávísana milli ársfjórðunga og voru þær í takt við fjöldatakmarkanir sem giltu hverju sinni. Litlar breytingar urðu á notkun mismunandi samskiptaforma á tímum Covid-19 samanborið við tímabilið fyrir faraldurinn.
Ályktun: Fjöldatakmarkanir höfðu áhrif á ávísun sýkla- og öndunarfæralyfja. Þá höfðu þær lítil áhrif á notkun mismunandi samskiptaforma. Notkun rafrænna samskipta og símtala náði hámarki þegar stífustu fjöldatakmarkanirnar voru í gangi. Þó er ekki hægt að álykta að fjöldatakmarkanir séu ástæða þessara breytinga.
Introduction: On March 11th, the World Health Organization (WHO) declared a global pandemic due to SARS-CoV-2. The pandemic impacted societies around the globe. Efforts were made to reduce the infection rate, i.e., with curfews and assembly restrictions. The first restrictions on people gatherings in Iceland were introduced in March 2020 and were modified regularly. Infection rate reduction and alleviating pressure on the health care system were emphasized. Primary healthcare in the Capital Region (HHS) had to adapt to the situation by limiting on-site arrivals and increasing remote communication customer service. These changes impacted drug prescriptions and the use of different health care communication forms during Covid-19. The main aims of this study were to examine Covid-19’s impact on the HHS from March 1st, 2020-February 28th, 2022, by comparing aforementioned variables to the period of March 1st, 2018-February 29th, 2020.
Methods: This descriptive retrospective study was done using quantitative methodology with data available from the HHS archives. Results were presented numerically and statistical significance of the number of prescriptions and individuals between quarters and research years was assessed.
Results: The change in number of antibiotics for respiratory infections and number of individuals that received inhalation drug prescriptions was not significant between years. There was a significant difference (p < 0.001) in the number of prescriptions and individuals between quarters. There were changes in the number of prescriptions between quarters – these changes reflected assembly restriction numbers. Few changes were made on different forms of communication during the pandemic compared to before it.
Conclusions: While assembly restrictions had a sizable impact on antibiotic- and respiratory drug prescriptions, their impact on use of different forms of communication was lesser. Use of remote consultation peaked when assembly restrictions were the strictest. However, it’s implausible to claim that said restrictions are the reason for that.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing-MSLOKAVERKEFNI.pdf | 319.25 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
KRG-MSLOKAVERKEFNI.pdf | 1.4 MB | Lokaður til...20.04.2028 | Heildartexti |