Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43677
Gastrade and gaslighting: What are the causes behind the turbuluent trade relations between Russia and Ukraine?
Í gegnum tíðina hafa gasviðskipti Rússlands og Úkraínu einkennst af miklum deilum og vandasömum samningsviðræðum. Mikið gagnhæði hefur myndast í viðskiptasambandi ríkjanna tveggja þar sem Úkraína er afar háð innfluttu gasi frá Rússlandi. Á móti hefur Rússland reitt sig á úkraínskar gasleiðslur til þess að selja gas sitt til Evrópuríkja en þau eru mikilvægustu viðskiptavinir Rússlands auk Úkraínu. Í þessari ritgerð verður notast við þrjár kenningar til að varpa ljósi á þá undirliggjandi þætti sem hafa áhrif á viðskipti Rússlands og Úkraínu. Viðfangsefni ritgerðarinnar eru þrennar gasdeilur milli ríkisgasfyrirtækja ríkjanna tveggja Gazprom og Naftogaz sem áttu sér stað á árunum 2006, 2009 og 2014. Notast var við nýklassíska raunhyggju og þjóðernishyggju til að skyggnast í undirliggjandi atriði sem hafa áhrif á hegðun ríkjanna gagnvart hvoru öðru. Að auki verður notast við hugtakið landhagfræði (e. geoeconomics) til að rýna í þær efnahags- og viðskiptalegu aðferðir sem Rússland og Úkraína notuðu í deilunum sín á milli. Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að samskipti ríkjanna í dag megi skýra út frá valdabaráttu sem á rætur sínar að rekja langt aftur í tímann vegna aldagamla tengsla ríkjanna.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| BA lokaskil.pdf | 388,06 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| skemman yfirlysing.pdf | 92,44 kB | Lokaður | Yfirlýsing |