Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43687
Lengi hafa verið vangaveltur um hvort að einstaklingar sem vinna hjá hinu opinbera séu að einhverju leyti öðruvísi en þeir sem starfa á almenna markaðnum. Persónuleiki hefur verið rannsakaður í þessu samhengi enda spilar persónuleiki mikilvægt hlutverk við starfsval. Upplýsingar um persónueinkenni geta þannig gagnast vinnuveitendum við að byggja upp ráðningarkerfi sem laða að viðeigandi einstaklinga. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða birtingu frumkvöðlaeiginleika milli opinbera og almenna geirans með þætti eins og frumkvöðlaásetning, áhættusækni, stjórnrót og fimm þátta líkanið (FFM) að leiðarljósi, jafnframt var leitast eftir að meta áhrif kyns á þessa þætti. Notast var við megindlega aðferð og var gögnum safnað í gegnum spurningakönnun sem var dreift á Facebook og hjá hinum ýmsu fyrirtækjum. Þátttakendur voru í heildina 1.019 en ákveðið var að gera tilgátuprófanir eingöngu á einstaklingum sem voru í fullu starfi en þeir voru samtals 595. Niðurstöðurnar sýndu að munur er á frumkvöðlaeiginleikum milli geira. Frumkvöðlaásetningur og áhættusækni mældust hærri á almenna markaðnum en þeim opinbera. Einnig kom í ljós að karlar skoruðu hærra en konur á frumkvöðlaásetningi og áhættusækni. Þetta var í samræmi við þær tilgátur sem voru settar fram. Síðustu tvær tilgáturnar hverfðust um stjórnrótina en því var haldið fram að einstaklingar á almenna markaðnum væru frekar með innri stjórnrót en þeir sem störfuðu hjá hinu opinbera og að karlar væru líklegri en konur til að vera með innri stjórnrót en niðurstöðurnar voru ómarktækar. Niðurstöðurnar sýndu einnig að fylgni var á milli áhættusækni og allra þátta FFM, fylgnin var jákvæð fyrir víðsýni og úthverfu en neikvæð fyrir taugaveiklun, samviskusemi og samvinnuþýði. Hvað frumkvöðlaásetning varðar var fylgnin jákvæð við bæði víðsýni og áhættusækni. Innri stjórnrót var með jákvæða fylgni við úthverfu, samvinnuþýði og samviskusemi en neikvæða fylgni við taugaveiklun. Einnig kom fram að einstaklingar sem störfuðu í einkageiranum álitu áherslu á nýsköpun vera meiri á sínum vinnustað en einstaklingar sem störfuðu í opinbera geiranum. Í umræðukaflanum voru niðurstöðurnar settar í samhengi við fyrri rannsóknir og var að mestu samræmi þar á milli. Loks var farið yfir hagnýtingu rannsóknarinnar og tillögur settar fram um frekari rannsóknir.
Researchers have speculated whether individuals who work in the public sector are different from those who prefer the private sector. Personality has been researched in this context since its role is essential in determining job selection. Information regarding personality traits can aid employers in structuring hiring systems that attract relevant individuals. Thus, the objective of this paper was to compare entrepreneurial abilities between the sectors. The chosen scales were entrepreneurial intention, risk seeking, locus of control and the big five personality traits. Additionally, the objective was to investigate the role that gender plays in that perspective. The methodological approach was quantitative, the research was conducted through a survey that was mainly shared on Facebook, however, emphasis was put on contacting diverse companies that were inquired to share the survey with their employees. In total, the participants amounted to 1,019, but for the hypotheses testing, a sample of participants that solely have full-time jobs was utilized, resulting in a sample size of 595 individuals. The results exhibited a difference in entrepreneurial abilities between the sectors. Entrepreneurial intention and risk seeking were higher in the private sector and men also scored higher on those traits than women; these results were conclusive with the first four hypotheses that were put forth. The last two hypotheses involved the locus of control, and it was stated that people that work in the private sector were more likely to have an internal locus of control and that men were more likely than women to have an internal locus of control. The results were insignificant; hence, the hypothesis was not supported. Regarding entrepreneurial intention there was a positive correlation with risk seeking and openness to new experiences. For risk seeking there was a positive correlation with openness to new experiences and extroversion, but a negative correlation with neuroticism, agreeableness and conscientiousness. Locus of control showcased a positive correlation to extroversion, agreeableness and conscientiousness but was negative for neuroticism. Further, it was evident that individuals who worked in the private sector believed that more emphasis was put on innovation in their workplace compared to those in the public sector. In the discussion section the results were compared to previous research and the results were mostly harmonious. Finally, the practical implications for this research were stated and suggestions for further research set forth.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Birting frumkvöðlaeiginleika á opinbera og almenna markaðnum, Selma Dagmar Óskarsdóttir .pdf | 936,58 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing lokaverkefni, selma dagmar.pdf | 71,15 kB | Lokaður | Yfirlýsing |
Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í eitt ár.