Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/437
Breyttar þjóðfélagsaðstæður kalla á breyttar áherslur í skólastarfi. Grunnskólar eiga að taka á móti öllum nemendum og það hefur haft miklar breytingar í för með sér. Einstaklingar með röskun á einhverfurófi eru hluti af því litrófi sem er innan skólastofunnar. Slíkir nemendur kalla á breytta menningu innan skólans, óhefðbundnar lausnir og ný viðhorf. Hér er litið náið á það stuðningskerfi sem hefur verið byggt upp fyrir velvirkan dreng með röskun á einhverfurófi. Hann er kominn á unglingastig grunnskóla. Sá stuðningur sem hann fékk á miðstiginu er ólíkur þeim stuðning sem hann fær á unglingastiginu, enda er mikill munur á skólastigunum. Viðhorf gagnvart drengnum var jákvætt og skýr hlutverkaskipting ríkti meðal þeirra sem unnu með honum. Vandað val á umsjónarkennara var til staðar á báðum stigum og góð samvinna ríkti á meðal starfsfólks skólans, foreldra og sérfræðinga. Undirbúningur við skil skólastiga fór tímanlega af stað og var vel vandað til verka. Mikilvægi greiningar var mikið en hún fékkst mjög seint. Unnið var út frá öllum greiningargögnum um leið og þau komu í hús. Fólk útvegaði sér þær upplýsingar sem það gat í millitíðinni og deildi þeim. Upplýsingaflæði meðal þeirra sem unnu með drengnum, stuðningur og sveigjanleiki þeirra hafa myndað grundvöll þeirrar vinnu sem hefur átt sér stað í kringum hann. Líkja má þessu við margslunginn dans, þar sem aðilar koma inn í dansinn, stíga sín spor og draga sig í hlé eftir því sem við á. Það að hver þekki sitt hlutverk, sín spor í dansinum, leiðir til þess að heildarmyndin virkar. Dansinn dunar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Vefur.zip | 159 kB | Opinn | Vefur | GNU ZIP | Skoða/Opna |
Greinargerð.pdf | 1.33 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |