is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43705

Titill: 
  • Eru líkamar kvenna enn vígvellir stríða? Stríðsnauðganir í Bosníu-Hersegóvínustríðinu og í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó
  • Titill er á ensku Are women's bodies still battlefields? War rapes in Bosnia-Herzegovina and the Democratic Republic of the Congo
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Beiting nauðgana sem vopni í stríðum má rekja langt aftur í aldir. Stríðsnauðgunum var kerfisbundið og gífurlega mikið beitt í Bosníu-Hersegóvínustríðinu á fyrri hluta tíunda áratugarins og kallaði fram viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu. Í þessari ritgerð verður skoðað hvaða aðgerðir Sameinuðu þjóðirnar fóru í eftir Bosníu-Hersegóvínustríðið til að koma í veg fyrir að slíkt ofbeldi myndi aftur líðast og hvort tilsettum árangri hefur verið náð. Fræðakafli ritgerðarinnar gerir grein fyrir femínískri mótunarhyggju, kyngervi og stigveldi kynjakerfisins, sem og stöðu kvenna innan meginstraumsöryggisfræða. Þá verður umfjöllun um kynbundið ofbeldi og eina alvarlegustu birtingarmynd þess, stríðsnauðganir. Tekin verða fyrir tvö lönd þar sem stríðsnauðgunum hefur verið beitt í átökum, Bosnía-Hersegóvína og Lýðstjórnarlýðveldið Kongó. Í millitíð þessara tveggja átaka samþykktu Sameinuðu þjóðirnar ályktun sem átti að vinna gegn beitingu ofbeldis sem konur verða fyrir í átökum og tryggja að raddir kvenna fengju áheyrn þegar leysa og koma á í veg fyrir átök. Skoðað verður hvernig beiting stríðsnauðgana hefur birst í löndunum tveimur og hvort líkindi séu þar á milli til að svara því hvort Sameinuðu þjóðunum hefur tekist að hafa áhrif á beitingu stríðsnauðgana. Samanburður á beitingu stríðsnauðgana í þessum tveimur löndum gefur til kynna að Sameinuðu þjóðunum hafi ekki tekist ætlunarverk sitt.

  • Útdráttur er á ensku

    The use of war rape can be traced back centuries. War rapes were systematically used on a large scale in the Bosnia-Herzegovina War in the early nineties which provoked a reaction from the international community. This thesis examines which actions the United Nations took after the Bosnia-Herzegovina War to prevent such violence from happening again and whether the intended results have been achieved. In the academic chapter of the thesis, feminist constructivist theories will be explained, as well as the relationship between gender, the hierarchy of the gender system, and women's status within mainstream security studies. There will also be a discussion of gender-based violence and one of its most severe examples, war rapes. Two countries where war rapes were used in conflicts will be researched, Bosnia-Herzegovina and the Democratic Republic of the Congo. In between those two conflicts, the United Nations adopted a resolution that was supposed to prevent violence against women in conflicts and ensure that women's voices would be heard when it came to preventing and resolving conflicts. It will be analyzed how the use of war rape has appeared in the two countries and if there are similarities between them to answer the question of whether the United Nations has succeeded in having an effect on the use of war rape. The comparison of the use of war rape in the two countries indicates that the United Nations have not succeeded in its missions.

Samþykkt: 
  • 27.4.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43705


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katrin-BA_LOKA.pdf420,9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_Katrin.pdf1,24 MBLokaðurYfirlýsingPDF