is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43709

Titill: 
  • Ljáum fyrrverandi föngum rödd: Samfélagsleg aðlögun fyrrverandi fanga á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að fá innsýn í reynslu einstaklinga sem hafa afplánað fangelsisdóm fyrir fíkniefnabrot og koma út í samfélagið á ný. Farið er yfir þær hindranir sem fyrrverandi fangar þurfa að yfirstíga í samfélagsaðlögunni sem og hvað stuðli að farsælli endurkomu þeirra í samfélagið. Kannað er hvort stimplun hafi áhrif á fyrrum fanga með því að leyfa þeirra rödd að heyrast. Litið er til betrunarstefnunnar hér á landi og í Noregi til að dýpka skilning á endurkomu fanga inn í fangelsi. Rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem tekin voru fimm viðtöl við fanga sem hafa afplánað fangelsisdóm fyrir fíkniefnabrot. Meginþemu viðtalanna voru vímuefnavandi, hegning, stimplun og tengslamyndun auk nokkurra undirþema. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að vímuefnavandi hefur mikil áhrif á endurkomu þeirra í fangelsi og dregur úr árangri í samfélagsaðlögun. Viðmælendur upplifðu að fangelsi sé tól fyrir að refsa einstaklingum og stuðli ekki að endurhæfingu vegna fárra úrræða inni í fangelsi. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að fyrrum fangar verði fyrir töluverðri stimplun af fjölmiðlum, sem hefur neikvæð áhrif á samfélagsaðlögunina og ýtir undir endurkomu þeirra í fangelsi. Farsæl samfélagsaðlögun viðmælenda einkenndist af sterkum félagslegum tengslum við aðra sem og samfélagið þar sem markmið þeirra til atvinnu eða menntunar dregur úr afbrotahegðun.

Samþykkt: 
  • 28.4.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43709


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð. Ljáum fyrrverandi föngum rödd.pdf585,21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir skemmu.pdf355,66 kBLokaðurYfirlýsingPDF