is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43711

Titill: 
  • Titill er á ensku Bioactivity screening of Icelandic brown seaweeds for application in cosmetics.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Vatnsúrdrættir sjö mismunandi þörungategunda sem vaxa við strendur Íslands voru skoðuð til þess að leita eftir lífvirkum efnum í sjávarþörungum. Tegundirnar voru klóþang (A. nodosum), marinkjarni (A. esculenta), stórþari (L. hyperborea), hrossaþari (L. digitata), beltisþari (S. latissimi), söl (P. palmata) og klóblaðka (S. jonssonii). Eiginleikar skoðaðir voru heildar pólýfenól magn, andoxunarvirkni, hömlun ensíma sem brjóta niður húð og hömlun á örveru sem veldur bólum. Andoxunarpróf voru meðal annars DPPH próf, afoxunargeta, ORAC próf og komplex myndun með málmjónum. A. nodosum sýndi fram á hæstu virknina í flestum prófum, á meðan aðrar tegundir að sýna litla til meðal mikla virkni. Undantekning er komplex myndun með málmjónum þar sem allar tegundir sýndu fram á lélega virkni. A. nodosum sýndi einnig mestu hömlun á ensímum sem brjóta niður byggingarþættir húðar þ.e. elastasa og kollagenasa. A. nodosum var þáttað niður í átta úrdrætti, þrjá lífræna og fimm vatnsleysanlega til þess að rannsaka frekar eiginleika virkra sameinda. Asetón og metanól úrdrættirnir sýndu fram á hæstu virkni í öllum mælingum, nema komplexmyndun málmjóna. Úrdrættir frá vatni við herbergishita og 85 ℃ sýndu einnig fram á meðalháa til háa virkni í mælingum. Þá voru bakteríuhamlandi áhrif allra vatnsleysanlegra úrdrátta rannsökuð gegn C. acnes, bakteríu sem veldur bólumyndun en engin hamlandi áhrif voru til staðar. Að auki voru gögn skoðuð í með fjölþáttagreiningu (e. Prinicpal Component Analysis) og þar kom fram möguleg línuleg tengsl milli magns pólýfenóla, andoxunarvirkni og andkollagenasavirkni. Að lokum var vatnsúrdráttur úr A. nodosum formúleraður í andlitskrem. Eiginleikar kremsins voru rannsakaðir með stöðugleikarannsókn við hærra hitastig þar sem eðlisfræðilegir eiginleikar kremsins voru skoðaðir og örverufræðileg rannsókn leitaði eftir vexti sjúkdómsvaldandi baktería og myglu.

  • Útdráttur er á ensku

    Seven water extracts were made from various species that grow in Icelandic waters including knotted kelp (A. nodosum), winged kelp (A. esculenta), tangle/cuvie (L. hyperborea), oarweed (L. digitata), sugar kelp (S. latissimi), dulse (P. palmata) and S. jonssonii. Seaweed extracts were investigated for bioactivity including total polyphenol content, antioxidant properties, inhibition of skin breakdown enzymes and acne-causing microbiota. Antioxidant assays included the DPPH assay, reducing power assay, ORAC assay and metal chelation assay. In most assays, A. nodosum outperformed the other seaweed species by a large margin, however very poor chelation activities were noted for all species. Similarly, A. nodosum had much higher inhibition of the skin-breakdown enzymes elastase and collagenase at low concentrations demonstrating its skin-protective qualities. To further investigate the properties of the active molecules A. nodosum was fractionated into eight different extracts, three organic extracts and five water soluble extracts. The extracts dissolved in acetone and methanol greatly outperformed any other extracts showing high activity in all assays, except metal chelation. Extracts from room temperature and 85 ℃ water also demonstrated moderate to high activities. All water-soluble extracts made were investigated for anti-microbial affects against the bacterial C. acnes, and no inhibition was noted. Additionally, through principal component analysis a possible linear correlation was found between reducing power, polyphenols and collagenase inhibition. A water extract of A. nodosum weas formulated into a face cream. The physical properties of the face cream were then tested using various methods including an accelerated stability study and microbial analysis for pathogenic bacteria and mould.

Styrktaraðili: 
  • Styrktaraðili er á ensku This thesis is a part of an international project named MINERVA that is funded by ERA-NET Cofund Blue Bioeconomy and the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme.
Samþykkt: 
  • 28.4.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43711


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf154.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Masters_thesis_JKH.pdf1.82 MBLokaður til...01.05.2027HeildartextiPDF