is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43717

Titill: 
 • Reynsla stjórnenda af tilboðsdögunum Degi einhleypra, Svörtum föstudegi og Stafrænum mánudegi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fyrirtæki og stofnanir þurfa stöðugt að laga starfsemi sína að breyttum tímum og breytingum sem þeim fylgja. Það var árið 2013 sem verslanir á Íslandi kynntu til sögunnar Svartan föstudag og í kjölfarið fylgdu Stafrænn mánudagur og Dagur einhleypra tveimur árum seinna. Þetta eru tilboðsdagar sem eru orðnir afar vinsælir hér á landi en mörg fyrirtæki taka þátt og bjóða afslætti af vörunum sínum.
  Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í sjónarmið og reynslu stjórnenda innan fyrirtækja sem hafa tekið þátt í tilboðsdögunum Degi einhleypra, Svörtum föstudegi og Stafrænum mánudegi. Tilgangurinn var að draga lærdóm af reynslu þessara stjórnenda. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð, þar sem tekin voru hálfstöðluð viðtöl við sex stjórnendur sem stjórna allir stórum fyrirtækjum á Íslandi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fyrirtæki finna fyrir þrýstingi til að taka þátt í tilboðsdögunum. Það er mikil samkeppni á milli fyrirtækja yfir þetta tímabil og neytendur bíða spenntir eftir dögunum. Fyrirtæki þurfa að fara í gegnum talsverðan undirbúning og eiga góð samskipti við birgja. Dagarnir hafa þróast hratt og fara sívaxandi en mikil aukning hefur orðið í verslun á netinu.
  Rannsóknin gefur öðrum fyrirtækjum tækifæri til að fá innsýn í reynslu stórfyrirtækja af tilboðsdögunum. Fyrirtæki sem taka þátt í dögunum geta nýtt sér niðurstöðurnar sem stuðning við undirbúning þessara daga. Þá geta fyrirtækið áttað sig betur á því hvaða þættir skipta máli og hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að þátttöku í dögunum.

Samþykkt: 
 • 28.4.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43717


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð.pdf450.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf612.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF