Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43719
Árið 2018 voru gerðar breytingar á lögum um almannatryggingar og var ein af breytingunum sú að gera ellilífeyrisþegum kleift að nýta sérstakt frítekjumark atvinnutekna. Með lagabreytingunni gátu ellilífeyrisþegar þegið allt að 100.000 kr. í laun samhliða töku ellilífeyris almannatrygginga án skerðingar. Árið 2022 var frítekjumarkið hækkað í 200.000 kr. Markmið rannsóknarinnar er að skoða í fræðilegu ljósi hvaða hópur ellilífeyrisþega naut góðs af því að frítekjumark atvinnutekna var stofnsett árið 2018 og svo hækkað árið 2022. Einnig verður skoðað hvernig nýting ellilífeyrisþega á frítekjumarki samræmist markmiðum stjórnvalda í jafnréttismálum og markmiðum laga um almannatryggingar. Tímabilið sem um ræðir eru árin 2016-2022 þar sem atvinnuþátttaka ellilífeyrisþega er skoðuð út frá gögnum frá Tryggingastofnun (TR). Gerður var samanburður milli karla og kvenna og mismunandi tegunda ellilífeyris. Einnig voru aðrar breytur á borð við búsetu og örorkumat skoðaðar. Niðurstöðurnar eru síðan settar í samhengi við fræðileg skrif um ellilífeyri almannatrygginga, lífeyrismál og kynjakerfið. Síðan eru niðurstöður gagna frá TR greindar með 4H greiningarramma, sem er hluti af kynjaðri fjárlagagerð.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að karlar í sambúð eða hjúskap eru sá hópur sem helst nýtir sér sérstakt frítekjumark atvinnutekna. Innan allra tegunda ellilífeyris og út frá ofangreindum breytum má sjá að karlar nýta sér frekar heimildina en konur. Fram kom að árið 2022 nýttu sér einungis 8% ellilífeyrisþega að starfa samhliða töku ellilífeyris almannatrygginga sem er hlutfallslega ekki mikil nýting á úrræðinu. Niðurstöður greiningar á kynja- og jafnréttissjónarmiðum lagabreytingarinnar sýna að þessi heimild er hvorki skilvirk né réttlát út frá skilvirkni- og réttlætissjónarmiðum Himmelweit (2018). Markmiðum lagabreytinga árin 2018 og 2022 hefur ekki verið náð þar sem þetta úrræði nýtist helst einum hópi umfram aðra, þ.e. körlum í sambúð eða hjúskap. Markmið laganna var að hvetja til aukinnar atvinnuþátttöku og auka lífsgæði og sveigjanleika til tekjuöflunar, sér í lagi hjá tekjulægri hópum. Þessi ásetningur virðist þó ekki hafa skilað sér þar sem þeim fer fækkandi milli ára sem nýta sér sérstakt frítekjumark atvinnutekna þrátt fyrir að það hafi verið tvöfaldað árið 2022.
In 2018, changes were made to Iceland’s social security law, including ones intended to give pensioners a special employment income allowance. With the amendment, pensioners could receive a salary of up to ISK 100,000 whilst receiving a social security old-age pension without reduction. In 2022, the employment income allowance was increased to ISK 200,000. The aim of this research is to shed a theoretical light on which group of pensioners benefitted from the employment income allowance that was established in 2018 and raised in 2022. The paper will also examine how usage of the income allowance complies with the government's goals in equality as well as the goals of the Social Security Act. The study looks at data from 2016-2022, examining the utilization of the employment income allowance between pensioners based on data from The Social Insurance Administration (Tryggingastofnun). A comparison was made between genders and different benefit categories of old-age pension along with other variables such as residence and disability assessment. The results are then put into and academic context in terms of pensions, social security payments, and gender. Finally, the results of the data from the Social Insurance Administration were analysed using the gender budgeting framework referred to as 4H.
The results of the study indicate that men in cohabitation/marriage are the group that mainly takes advantage of the employment income allowance. The study indicates that within all benefit categories of old-age pension, and based on the above parameters, men use this allowance in greater numbers than women. In 2022, only 8% of old-age pensioners choose to work while receiving social insurance old-age pension, so usage is very limited. Furthermore, the results of the analysis of gender and equality perspectives of the amendment show that this allowance is neither efficient nor fair. The goals of the legislative changes in 2018 and 2022 have not been achieved, as this allowance is more useful for one group than another, i.e. men in cohabitation/marriage. The aim of the law was to encourage increased employment and increase the quality of life and flexibility for earning income for lower-income groups. This does not seem to have been successful as the number of those who take advantage of the special employment income allowance is decreasing year-on-year, even though the allowance was doubled in 2022.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MPA - Lokaritgerð í opinberri stjórnsýslu - Ívar Bergmann Egilsson_28.04.23.pdf | 814,68 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_Ívar Bergmann Egilsson_MPA_ritgerð_2023_undirrituð.pdf | 208,56 kB | Lokaður | Yfirlýsing |