Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/43746
Í þessari ritgerð er ætlunin að rannsaka líkvökur í gamla íslenska bændasamfélaginu út frá þjóðsagnasöfnum. Í hvaða tilgangi þær voru haldnar og hvað það segir okkur um gamla íslenska bændasamfélagið. Rannsakað verður af hverju þessar sagnir voru sagðar, hvernig líkið rýmaðist í samfélaginu og hvort almenningsálit hafi áhrif á hvernig sá látni birtist í sögnunum. Í þessum þjóðsögum birtist hinn látni sem afturganga og því verða sagnirnar metnar út frá samfélagshugmyndum gamla bændasamfélagsins um afturgöngur og opna líkamann. Einnig er hægt að greina í þessum sögnum ótta við kviksetningu ef lesið er á milli línanna. Notast verður við fimm þjóðsagnasöfn og þrjú viðtöl í ritgerðinni.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BAritgerðÞjóðfræði_ArnaGísladóttirNorðdahl.pdf | 704,38 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 165,89 kB | Locked | Declaration of Access |