Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43749
Listtímarit eru tímarit sem fjalla um list, innihalda listaverk eða eru listaverk sjálf. Þau geta verið eins konar sýningarrými fyrir list og leið til að skrásetja upplýsingar um tímabundin listaverk eins og dansverk. Einnig eru þau leið til að skapa umræðu um list í samfélaginu. Dæmi um eitt slíkt íslenskt tímarit er Dunce (2020–) sem ritstýrt er af danshöfundinum Sóleyju Frostadóttur. Viðfangsefni Dunce er dans- og gjörningalist og í tímaritinu er að finna viðtöl, greinar og aðra texta sem tengjast þeim listgreinum. Markmið tímaritsins er að veita listafólki innblástur og vekja áhuga almennings á dansi og gjörningalist. Tímaritið varpar ljósi á sjónarhorn og sköpunarferli listafólks. Höfundar og viðmælendur í blaðinu hafa mikla reynslu og þekkingu af dansi og gjörningalist.
Eftirfarandi ritgerð er unnin út frá reynslu minni sem starfsnemi við Dunce. Ég aðstoðaði við ritstjórn þriðja tölublaðs tímaritsins. Í því fólst yfirlestur texta, þýðingar og skrif. Einnig tók ég eitt viðtal og skrifaði texta byggðan á því. Tölublaðið hafði ekki ákveðið þema eins og fyrstu tvö. Einn kafli er tileinkaður Íslenska dansflokknum vegna 50 ára afmælis hans. Annað efni kemur víða frá, allt frá viðtali við íslenska myndlistarmanninn Harald Jónsson til listræns texta eftir listakonuna og prestinn Ventura Profana. Hægt er að sjá ákveðinn þráð í tölublaðinu þar sem margir textanna snúast um þróun, breytingar og tímamót.
Art magazines are magazines that are about art, contain artwork or are artwork in themselves. They can be a type of exhibition space for art and a way to document information about temporary art such as dance. They are also a way to create a discussion about art in society. An example of an Icelandic art magazine is Dunce (2020–) which was created by editor and choreographer, Sóley Frostadóttir. The subject of Dunce is dance and performance art and in the magazine the reader can find interviews, articles and other texts which are connected to these artforms. The objective of the magazine is to inspire artists and arouse the interest of the public in dance and performance art. The magazine sheds light on the artists’ point of view and their creative process. The authors and interviewees who contribute to Dunce have experience and/or have a good understanding of dance and performance art.
The following dissertation is based upon my experience as an intern at Dunce. I assisted with the editing process of the third issue of the magazine. The work consisted of editing, translating and writing texts for the magazine. I also interviewed one artist and wrote a text based on the interview. This third issue of Dunce does not have a particular theme like earlier issues. One chapter is dedicated to the Iceland Dance Company on their 50th anniversary. Other interviews and articles come from many different contributors, the reader can find anything from an interview with the Icelandic visual artist Haraldur Jónsson to an artistic text by the artist and pastor Ventura Profana. You can see a certain thread running through the issue since many of the texts revolve around evolution, changes and turning points.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Listtimaritid-Dunce-Dilja-Thorbjargardottir-Lokautgafa.pdf | 13,86 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing-Dilja.HEIC.pdf | 15,84 MB | Lokaður | Yfirlýsing |