is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4376

Titill: 
  • Lífsgæði barna eftir kuðungsígræðslu. Sjónarmið foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skoðað var álit foreldra á framförum barna sinna eftir kuðungsígræðslu og viðhorfi þeirra á ferlinu í heild. Sendir voru út listar þar sem foreldrar 14 barna voru beðnir um að svara hversu sammála eða ósammála þeir voru staðhæfingum sem á listanum voru, átta listar voru sendir til baka.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að foreldrar eru almennt ánægðir með kuðungsígræðsluferlið og þær upplýsingar sem þeir fá áður en ákvörðun er tekin. Foreldrar telja að framfarir séu hjá börnum sínum í samskiptum, menntun, sjálfstæði og sjálfstrausti. Niðurstöður íslenskra foreldra eru svipaðar og hjá erlendum foreldrum, en það fer þó eftir því hvaða atriði listans eru skoðuð. Úrtakið er mjög lítið, en ekki nema 17 börn á Íslandi hafa farið í ígræðsluna. En þó hópurinn sé smár er mikilvægt að athuga sjónarmið foreldra á þeim málefnum sem snertir þá og fjölskyldu þeirra hvað mest.

Samþykkt: 
  • 29.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4376


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
vu_fixed[1].pdf2.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna