Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43765
Þessi ritgerð rannsakar það hvernig listin er að bregðast við ástandi sem er stjórnlaust og yfirþyrmandi og tekur þátt í að skapa nýjan heim. Sögusviðið er Þýskaland fyrri stríðsáranna ásamt árunum eftir stríðið. Átök á hinu pólitíska sviði eru skoðuð, ásamt því að sú hugmyndafræði sem liggur undir rannsókn þessarar ritgerðar er sósialismi, anarkismi og níhilismi. Markmið og röksemdafærsla fræðilega hluta þessarar ritgerðar er að sýna fram á að sögusviðið ásamt þessum hugmyndafræðilegum stefnum hafi haft áhrif á þá listhreyfingu sem sérstaklega er valin til umfjöllunar, en það er Dada listhreyfingin með sérstakri áherslu á Dada í Berlín á árunum 1918 til 1920. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að listin bregst við ástandi sem er stjórnlaust og yfirþyrmandi, nýtir sér þá hugmyndafræði sem er ríkjandi á hverjum tíma því hún lifir aldrei í tómarúmi utan samfélagsins með gagnrýni sinni og ögrandi ádeilu. Markmið Dada var ekki að skapa nýjan heim heldur aðeins gagnrýna þann gamla, en afleiðingarnar voru þær að til varð ný list, ný tækni, ný þekking og að auki sjónræn heimildaskráning sem lifir enn í dag. Áskorun mannsins í hverri einustu kynslóð er að skapa nýjan heim, berjast við ríkjandi vald á þann hátt sem manneskjan kann og það er með list. Sköpunargáfan knýr fram byltingu af því það er nákvæmlega, í innstu rótum sköpunarkrafstins, þegar vonin er engin, allt er komið í þrot og valdið er yfirþyrmandi sem nýr neisti verður til.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð - Sigrún Hrönn .pdf | 1.48 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman yfirlýsing Sigrún.pdf | 599.85 kB | Lokaður | Yfirlýsing |