is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43776

Titill: 
 • Hvernig má auðvelda notkun heilasírits á gjörgæslu? Grunduð kenning byggð á sjónarhorni fagfólks
 • Titill er á ensku How can the use of continuous electroencephalogram be facilitated in the ICU?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Heilalínurit er viðurkennd aðferð til að fylgjast náið með heilastarfsemi alvarlega veikra einstaklinga á gjörgæslu. Með notkun heilalínurits er m.a. hægt að meta grunnrafvirkni í heila og raftruflanir, eins og síflog. Slíkar truflanir geta verið lífsógnandi eða valdið heilaskaða ef ómeðhöndlaðar. Með því að fylgjast með heilastarfsemi meðvitundarlausra gjörgæslusjúklinga með langtíma upptökum á heilalínuriti, heilasíriti, má bæta útkomu þeirra. Heilasíritar eru í vaxandi mæli hluti af staðalbúnaði gjörgæsludeilda víða, sérstaklega á stærri háskólasjúkrahúsum. Á gjörgæsludeildum Landspítala er til heilasíritstæki, en notkunin er lítil.
  Tilgangur: Að varpa ljósi á helstu áskoranir og hjálplega þætti sem fylgja því að nota heilasírit á gjörgæslu að mati fagfólks á gjörgæslu og taugalækningadeild Landspítala og finna leiðir til að efla notkun á heilasíriti með samstarfi ólíkra starfseininga.
  Aðferðafræði: Aðferð grundaðrar kenningar þar sem skoðað var samspil á milli fagfólks sem notar heilasírit eða tekur ákvörðun um notkun þess og umhverfisins þar sem tækið er notað (táknræn samspilshyggja). Ferli í kringum ákvarðanatöku um notkun, var notað til að ná yfirgripsmikilli innsýn inn í notkun heilasirits á gjörgæslu og byggja upp líkan sem gefur yfirsýn yfir þætti sem þarf að taka tillit til. Notast var við tilgangs úrtak í byrjun og síðar fræðilegt úrtak. Gagnasöfnun samanstóð af rýnihópaviðtölum (n=3) við fagfólk með ólíkan bakgrunn (n=11), einstaklingsviðtölum (n=4), og formlegum vettvangsheimsóknum (n=5). Óformlegar vettvangsheimsóknir (n>100), auk fjölda óformlegra samtala (n>100) áttu sér líka af stað í aðstæðum þar sem heilasírit var til umræðu á gjörgæsludeild. Greining gagna fór fram með aðleiðslu og sífelldum samanburði.
  Niðurstöður: Sett var fram líkan sem getur hjálpað til við greina og skýra áskoranir og hjálplega þætti við notkun og innleiðingu heilasírits á gjörgæslu. Helstu fyrirsagnir í líkaninu eru: a) Lítið notað og framandi, samt dálítið töff b) Leiðir til að efla notkun og yfirstíga hindranir c) Í hinum fullkomna heimi. Þættir sem stóðu uppá í innleiðingu vörðuðu tímaskort, manneklu og þörf fyrir fræðslu hjá fagfólki. Einnig kom fram að starfsemi taugalækningadeildar og gjörgæslu er ólík og að nauðsynlegt sé að bæta verkferla til að efla skilvirka notkun heilasírits á gjörgæslu. Niðurstöður sýna berlega áhuga hjá fagfólki að nota heilasírit meira á gjörgæslu, sjúklingum til hagsbóta.
  Ályktanir: Niðurstöður má nýta til að greina þætti sem hafa áhrif á farsæla innleiðingu heilasírits á gjörgæslu, þar sem m.a. er tekið tilliti til fræðsluþarfa starfsfólks og áskorana sem geta myndast í samstarfi mismunandi starfseininga. Þó að líkanið hafi verið þróað á litlum spítala má ætla að þættirnir sem greindust hafi notagildi víðar með þeim hætti að atriðin í líkaninu hafi mismunandi vægi á ólíkum stöðum. Niðurstöðurnar má nýta til að byggja upp markvissari og straumlínulagaðri notkun á heilasíriti á gjörgæslu sem hjálpar til við að greina og bregðast við ástandi sjúklings sem erfitt er að ná fram með öðrum leiðum.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Electroencephalogram (EEG) is an established method for closely monitoring brain activity in critically ill patients in the intensive care unit (ICU). EEG measures neuronal electrical activity in the brain and electrical disturbances, such as seizures. Prolonged seizures or status epilepticus are characterized by loss of consciousness and brain dysfunction and can be life-threatening or cause brain damage if left untreated. Monitoring the brain activity of unconscious intensive care patients with continuous EEG (cEEG) recordings can improve their outcomes. CEEG is increasingly becoming a part of the standard equipment of ICUs in many places, especially in larger university hospitals. A cEEG device can be found in the ICU of Landspitali, the University Hospital of Iceland, but is underused.
  Purpose: To shed light on the main challenges and helpful factors associated with using cEEG in ICU, according to professionals at Landspítali's intensive care and neurology department, and to find ways to promote the use of cEEG by enhancing collaboration of these two units.
  Methodology: A grounded theory approach was used to examine the interaction between professionals who use cEEG or make decisions about its use and the environment in which the device is used (symbolic interactionism). Triangulation of different data types ascertained comprehensive insight into using cEEG in intensive care units. This data was used to construct a model that provides an overview of factors to promote successful implementation. Initially, we included a purposive sample but later a theoretical sample. Data collection consisted of focus group interviews (n=3) with professionals from different backgrounds (n=11), individual interviews (n=4), and formal site visits (n=5). In addition, field visits (n>100) and several informal conversations (n>100) also took place in situations where cEEG was discussed in the ICU. Data were analyzed inductively and by using constant comparison of results.
  Results: A model was constructed to help identify and clarify the challenges, and helpful factors entailed in using and implementing cEEG in the ICU. The main headings in the model are: a) Little used but appealing and quite remarkable, b) Ways to promote utilization and overcome hindrances, and c) In the perfect world. Factors that stood out concerned the lack of time and staffing and the need for comprehensive training for healthcare professionals. It was apparent that the daily responsibilities of the neurology department and the ICU differ considerably and that it is necessary to establish effective pathways to promote the efficient use of cEEG in the ICU. Results show a strong motivation among staff to increase the use of cEEG in the ICU to benefit patients.
  Conclusions: Results can be used to analyze factors that influence the successful implementation of cEEG in ICU, where, e.g., the educational needs of staff and challenges that may arise in the cooperation of different units are considered. Although the model was developed in a small hospital, we expect the identified factors to have broader applicability. However, the different items within the model will have different weights in different places. Results can be used to build a more targeted and streamlined use of cEEG in the intensive care unit for prompt diagnosis and treatment of patient conditions that are difficult to achieve by other means.

Styrktaraðili: 
 • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Samþykkt: 
 • 3.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43776


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvernig má auðvelda notkun heilasírits á gjörgæslu.pdf1.27 MBLokaður til...01.06.2025HeildartextiPDF
Yfirlysing undirrituð.pdf323.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF