is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43781

Titill: 
  • Dulin misskipting í jafnréttisparadís? Kynjuð verkaskipting hugrænnar vinnu á íslenskum heimilum
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um hugræna vinnu sem unnin er á íslenskum heimilum. Vinnan felur í sér verkstjórn heimilisins og snýst um að sjá fyrir þarfir fjölskyldunnar og skipuleggja heimilishald. Hún er viðvarandi og síður sýnileg en verklegir þættir heimilisstarfa. Megintilgangur rannsóknar var að varpa ljósi á verkaskiptingu hugrænnar vinnu, rýna eðli hennar frá kynjafræðilegu sjónarhorni og skoða í íslensku samhengi.
    Rannsóknin er eigindleg þar sem tekin voru viðtöl við 14 foreldra barna undir fimm ára aldri sem héldu dagbók yfir hugræn störf í sólarhring. Skoðuð var verkaskipting þegar kom að hugrænni vinnu og hvernig kynjuð orðræða birtist í mati viðmælenda á hvernig verkefni skiptust á heimilisfólk ásamt réttlætingum þeirra á ójafnri verkaskiptingu. Rannsóknin sækir fyrirmynd sína í kenningar Allison Daminger um hugræna vinnu. Niðurstöðurnar voru settar í samhengi ríkjandi hugmynda um foreldrahlutverkið og rannsóknir á verkaskiptingu þeirra. Fræðilegur grundvöllur byggir einnig á kynjun ólaunaðra starfa, skrifum Sylvia Walby um kynjakerfið og rannsóknum Gyðu Margrétar Pétursdóttur um áru kynjajafnréttis.
    Rannsóknarniðurstöður benda til þess að verkaskipting hugrænnar vinnu sé bæði misskipt og kynjuð. Mæður í gagnkynhneigðum samböndum báru meiri hugræna byrði en feður. Verkaskipting hinsegin para virtist jafnari en þó hallaði á foreldrana sem báru börnin. Mat viðmælenda á verkaskiptingu virtist bjagað, hefðbundin kvennastörf voru vanmetin en karlastörf ofmetin. Pörin virtust réttlæta misskiptinguna með ýmsum hætti og leituðust þannig við að falla að félagslega viðurkenndum jafnréttis- og réttlætishugsjónum.

Samþykkt: 
  • 3.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43781


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð-Ragnheiður Davíðsdóttir-2.5.2023.pdf1.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing skemman.pdf8.77 MBLokaðurYfirlýsingPDF