is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43791

Titill: 
  • Áhrif flýtibata á útkomu sjúklinga sem gangast undir hjartaaðgerð: Kerfisbundin fræðileg samantekt
  • Titill er á ensku Outcomes of Enhanced Recovery Programs for Cardiac Surgery Systematic review
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Flýtibati fyrir aðgerðarsjúklinga hefur rutt sér til rúms undanfarna þrjá áratugi í ýmsum sérgreinum en skort hefur rannsóknir á flýtibata hjartaskurðsjúklinga. Flýtibati er knippi meðferða sem geta haft jákvæð áhrif á útkomu sjúklinga. Flýtibati nær yfir allt aðgerðarferlið eða frá skipulagningu aðgerðar þar til sjúklingur fer heim. Undanfarin ár hefur verið gróska í rannsóknum á flýtibata fyrir hjartaskurðsjúklinga en árið 2019 voru í fyrsta sinn gefnar út flýtibataleiðbeiningar þennan hóp. Engar slíkar leiðbeiningar eru til á Landspítala.
    Tilgangur: Að samþætta hvaða flýtibatameðferðir sjúklingar fengu fyrir, í og eftir skurðaðgerð og hvernig útkoma þeirra var samanborið við sjúklinga sem fengu hefðbundna meðferð. Þær útkomubreytur sem voru sérstaklega til skoðunar eru legutími á sjúkrahúsi og notkun morfínskyldra lyfja í og eftir aðgerð.
    Aðferðir: Kerfisbundin fræðileg samantekt á megindlegum rannsóknum um útkomu fullorðinna sjúklinga sem fóru í opnar hjartaaðgerðir. Heimildaleit fór fram í gagnagrunnum Scopus, PubMed, og Web of Sciense á ritrýndum greinum birtum árin 2017 til 2023. Stuðst var við PRISMA leiðbeiningar í heimildaleit. Valdar greinar voru gæðametnar eftir Joanna Briggs Institute leiðbeiningum af þremur aðilum. Samþætting á niðurstöðum var sett fram sem texti og matrix tafla.
    Niðurstöður: Alls stóðust 11 rannsóknir inntökuskilyrði. Niðurstöður bentu til þess að flýtibati gæti dregið úr þörf morfínsskyldra lyfja í og eftir aðgerð með notkun samþættrar verkjalyfjameðferðar. Flýtibati gat stytt tíma sjúklings í öndunarvél og einnig legutíma á sjúkrahúsi um einn dag. Tíðni fylgikvilla, dánartíðni og tíðni endurinnlagna var svipuð við flýtibatameðferð og hefðbundna meðferð.
    Ályktun: Flýtibatameðferð getur haft jákvæð áhrif á útkomu sjúklinga sem gangast undir opnar hjartaaðgerðir. Samþætt verkjameðferð virðist geta minnkað þörfina fyrir morfínskyld lyf og flýtt útskrift af sjúkrahúsi. Flýtibatmeðferð virðist örugg fyrir sjúklinga og hagkvæm fyrir heilbrigðiskerfið. Frekari rannsókna er þörf áhrifum flýtibata á líðan og útkomu sjúklinga sem gangast undir opnar hjartaaðgerðir.
    Lykilorð: Flýtibatameðferðir, opnar hjartaaðgerðir, samsett verkjameðferð, sjúkrahúslega, útkoma

  • Background: Enhanced Recovery after Surgery (ERAS) has gained popularity in various surgical specialties in the past decades but still, there is a lack of evidence for ERAS in cardiac surgery. ERAS protocols are based on multimodal perioperative approach that can have positive effect on patient outcomes. The care pathways start from the preadmission and makes a continuum through the perioperative period until the patient is discharged again home. In recent years, many studies have been published on ERAS but it was not until 2019 that the first protocol of ERAS for open cardiac surgery patients was published.
    Purpose: To integrate the content of ERAS method patients received during the preoperative, intraoperative and postoperative period and comparing patient outcomes with outcomes of patients receiving conventional therapy. The emphasis was on length of hospital stay and the use of intra- and postoperative opioid analgesics
    Methods: A systematic review was conducted encompassing quantitative researches on outcomes of adult patients that underwent open cardiac surgery. The literature search in the databases Scopus, PubMed and Web of science was undertaken for peer-reviewed articles that were published from 2017 to 2023. PRISMA guidelines where used to describe the search. The quality of each research article was assessed by three individuals in line with Joanna Briggs Institute guidelines.
    Results: A total of 11 studies met the inclusion criteria. The results indicated that with implementation of ERAS it was possible to reduce the need for opioids in the intra- and postoperative period by using multi modal analgesic approach. It was possible to shorten hospital stay by one day and reduce the need for opioids during and after surgery. It can also shorten ventilator time. It seems safe for patients with a similar rate of complications as it is as well cost effective for the health care system.
    Conclusion: ERAS has not been around for long in cardiac surgery, but it seems that it has positive outcomes for patients. They tend to have shorter hospital stay and need less amount of opioids during and after surgery. ERAS seems to have similar complication rates as conventional treatment. Further research is needed on ERAS for cardiac surgery.
    Keywords: Enhanced Recovery, open heart surgeries, multimodal analgesia, length of hospital stay, outcomes

Samþykkt: 
  • 3.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43791


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Image.jpeg2.92 MBLokaðurYfirlýsingJPG
sniðmátið. flýtibati.pdf965.73 kBLokaður til...01.01.2026HeildartextiPDF